Sjitt hvað fólk getur verið ruglað...

Maður trúir vart sínum eigin augum þegar maður les svona bull. Að líkneski fari allt í einu að gráta tárum af olíu. Ótrúlegt bull.

Eigandinn hefur komið því þannig fyrir að matarolía seytlar úr líkneskinu til að fá athygli... og fjölmiðlar láta glepjast. Svo ferðast fólk um langan veg án þess að hafa efni á því og eru í raun höfð að ginnignarfíflum.

Ég hef mjög sterkar skoðanir á Maríu sem sagðist vera mey, og ég læt ekki hafa mig að fífli hvað hana varðar. Mitt mat er að hún hefur annað hvort haldið framhjá Jósepi eða henni verið nauðgað... og hún átti engin tromp uppi í erminni en að höfða til trúfestu Jóseps... enda var það snilldarráð.

Hún sagði bara... "Guð gerði þetta" og þar sem Jósep trúði því var Jesú ávalt alinn upp í þeirri trú að Guð væri pabbi hans. Þetta er í raun ótrúlega fyndin saga af verulega heimsku fólki.

Hvað verður um mann sem er alinn upp í þeirri trú að hann sé sonur guðs? Hann verður eins og Gunnar í Krossinum, nú eða Benny Hinn. Ekki að furða að maðurinn skyldi vera kallaður kraftaverkamaður á þeim tíma á meðan Benny Hinn þykist lækna lamaða og blinda á sviðinu í gullkirkjunni sinni og allir trúa honum.

Svona tilvik eins og með þetta Maríulíkneski á að rannsaka og ef maðurinn er loddari á að stinga honum inn fyrir blekkingar.

Lifið heil, Ofur.


mbl.is „Kraftaverk“ í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Mammon lætur ekki að sér hæða. Fólk lætur glepjast af furðulegustu hlutum eins og þessum. En úr því þú minnins á Benni Hinn (en ekki þennan), hvar er allt það fólk sem hann læknaði þegar hann kom hingað til lands. Gaman væri að frétta af því.

Sveinn Elías Hansson, 8.3.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Haha. Nákvæmlega.

Eitt veit ég í það minnsta, og það er að eitthvað af því fólki sem hlaut lækningu talaði bara ensku. Það hafði ég eftir kunningja mínum sem var nýkominn í Krossinn á þeim tíma. Þetta fólk hefur sennilega komið með Benny hingað til lands og farið með honum aftur út til að láta lækna sig á nýjum stað.

Baldur Sigurðarson, 8.3.2010 kl. 13:12

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ætli hann sé þá svona  FJÖLLÆKNINGAMAÐUR?

Sveinn Elías Hansson, 8.3.2010 kl. 18:20

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Baldur minn - Guð almáttugur í himinsins heilögu sölum fyrirgefi þér og veri þér náðugur í synd þinni -

en svona grínlaust - eitt er að trúa ekki - hitt er að láta fólk í friði með sína trú - vissulega virði ég rétt þinn til þess að velja þér trú - ef þú hefur þá gert það -

dettur ekki í hug að rakka það niður -

bestu kveðjur -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.3.2010 kl. 13:08

5 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ólafur.

hitt er að láta fólk í friði með sína trú.

Þarf endalaust að troða svona bulli , ásamt yfirlýsingum annara trúarofstækismanna í fjölmiðla? Getum við ekki fengið að vera í friði fyrir þessu bulli, og þeir haldið því fyrir sig.

Hvernig getur einhver eða eitthvað sem maður trúir ekki á fyrirgefið manni???

Sveinn Elías Hansson, 10.3.2010 kl. 13:39

6 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Haha. Góður Óli.

Ég hef nú ekki áhyggjur af því hvort þessi svokallaði Guð almáttugur fyrirgefi mér þar sem ég trúi ekki að hann sé til. Ég er einn af fáum trúleysingju sem hef lesið Biblíuna nokkrum sinnum sem fræðirit og það eitt að lesa hana dugir til að ég er svo trúlaus sem raun ber vitni.

Það kann svo sem vel að vera að það séu til einhver æðri máttarvöld, en að persónugera þau í formi einhverns Guðs er bull að mínu mati.

Þá er það svo að ef fólk trúir svona bulli og notfærir sér trú annarra til að koma sér á framfæri í athyglissýki sinni gefur mér rétt að mínu mati til að auglýsa trúleysi mitt.

En svona eru mennirnir misjafnir.

Baldur Sigurðarson, 11.3.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband