Fermingaaldurinn upp í 18 ár.

Það finnst mér fáránlegt að 13-14 ára börn séu látin svara fyrir það hvort þau vilji að Jesú Kristur (sem er löngu dauður) verði leiðtogi lífs þeirra fyrir lífs tíð. Þá vil ég jafnvel meina að það sé ólöglegt að láta þau svara þessu fyrir sjálfræðisaldur.

Ég fermdi sjálfur fyrir 6 árum og okkur var sagt að það væri ókeypis því kirkjan fengi greitt fyrir þetta allt. Það var nú öðru nær og við þurftum að punga tugum þúsunda hér í Garðabæ vegna alls kyns vitleysu sem var búið að klína á sem dulbúinn kostnað.

Fermingin í dag snýst að mínu mati ekki um trúmál nema hjá innan við einu prósenti þeirra sem fermast. Hjá hinum snýst þetta um að vera með og fá fuuullt af gjöfum, þó skömm sé frá að segja.

Því vil ég að fermingin sé færð upp í 18 aldursár, því þá eru krakkarnir orðnir þroskaðri og hafa grunnvit á því hvort þau vilja gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns fyrir lífs tíð.

Það veit ég í það minnsta að ég dauðsé eftir því að hafa látið ferma mig og hefði ekki tekið þátt í þessari vitleysu hefði ég verið orðinn fullra 18 ára þegar ég fermdist.

Lifið Heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hansen

Jaa... seinast þegar ég vissi þá eru engin lög fyrir því að börn verði að fermast. Og er það eingöngu val foreldranna hvort börnin fermist eður ey, sjálfur mun ég gefa mínum börnum val um það hvort þau telji sig til kristinna manna og vilji fermast, annars fari bara ákv. upphæð inná lokaða bók þar til þau eru orðin 18 ára gömul.

Er það ávallt foreldrarnir sem ráða, t.d vildi ég ekki láta ferma mig og ætlaði ekki að mæta í ferminguna mína yrði hún haldin. Ég fékk ekki val og var látinn mæta elliegar yrði gripið til annarra ráðstafanna.

Ég tel mig ekki til kristinna manna og hef aldrei gert og mun aldrei gera.

Þú ræður hvort þú skírir barnið þitt eða hvort þú fermir það, skírn er ekki nauðsyn þegar að kemur nafnagift en samt sem áður gera það allir!

Hlynur Hansen, 16.3.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband