Heyr heyr Mörður.

Það get ég sagt að Mörður er minn maður í dag. Ég hef haft misgott álit áhonum og hans hugsjónum í gegnum tíðina en þarna er ég sammála honum.

Ég segi fyrir mitt leyti að það á að sækja alla ráðherra og þingmenn til saka fyrir Landsdómi sem hafa gerst sekir um vanrækslu og gáleysi í garð sinna starfa. Ef þeir verða ekki leiddir fyrir Landsdóm eru það skýr skilaboð til þeirra sem á eftir koma að þeir geti vanrækt skyldur sínar gagnvart almenningi án þess að þurfa að hafa áhyggjur að vera sóttir til saka.

Þau sem borin eru þessum sökum geta þar sannað sakleysi sitt telji þau sig saklaus og ef þau eru sýknuð eru þau sterkari á eftir. Ef þau verða ekki leidd fyrir Landsdóm liggja þau undir grun alla ævina, rétt eins og Jón Baldvin Hannibalsson sem keypti áfengi á kostnaðarverði fyrir einkasamkvæmi og neitaði í skjóli lagaverndar að afhenda gögn. Slíku gleymir maður ekki.

Það á líka að leiða þá Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson og Finn Ingólfsson fyrir Landsdóm þó þeirra mál séu fyrnd. Þá er ekkert að því að mínu mati ef þeir hafa gerst brotlegir að finna út úr því og láta alla vita, þó þeir fái ekki dóm fyrir Landsdómi. Það væri góð lexía og væru góð skilaboð til þjóðarinnar.

Lifið heil.


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband