Helvítis fréttamenn. Geta ekki haldið kjafti.

Þetta er í raun með ólíkindum. Það eru hrikalega viðkvæmar viðræður í gangi og fréttamenn eru beðnir af Fjármálaráðherra að sitja aðeins á sér með birtingu fréttar um málið... og þeir bara hunsa það.

Það kemur hvergi fram að Steingrímur hafi verið að æla þessum upplýsingum í fréttastofuna., heldur virðist sem svo að þarna séu á ferð upplýsingar sem fréttastofan hafði fengið og Steingrímur var spurður út í þær. Hann sagði að þetta væri ekki alskostar rétt þó þær væru ekki alrangar heldur.

Það er ágætt að þetta skyldi koma upp að því leyti að nú veit Steingrímur, og alþjóð, að fréttastofu RUV er ekki treystandi. Það er lágmark að mínu mati að fréttastofan bíði með að birta fréttir sem þessar, því almannaheill er lagður að veði og ef þetta skaðar samningaferlið ber RUV mikla ábyrgð þar á.

Ég held að blaðamönnum muni ganga illa hér eftir að fá upplýsingar hjá ráðamönnum, og það er líka slæmt, en engu að síður, þeim sjálfum að kenna.


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Sverrisdóttir

Ég er svo sammála ...er það meira mál að fvera fyrstur með fréttina en styðja þjóðina í að leysa þetta mál á sem hagkvæmasta hátt..

Ólöf Sverrisdóttir, 12.2.2010 kl. 09:02

2 Smámynd: Agla

Það er vandlifað í henni veröld!

Það er vandlifað fyrir fréttamenn sem liggja undir ámælum um að segja ýmist of lítið eða of mikið.

Það er vandlifað fyrir fjármálaráðherrann að dæma hvort hann segi of mikið eða of lítið.

Ég er annars að velta því fyrir mér hvort fréttastofan hafi ekki beðið Steingrím eða ráðuneyti hans um að staðfesta fréttina áður en hún var birt. Ég hélt að það væri eitt af grundvallarreglum blaðamennsku að fá fréttir staðfestar áður en þær væru birtar og helst að hafa heimildarmenn sem hægt væri að vísa í ef þörf kræfi.

Agla, 12.2.2010 kl. 11:17

3 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Hvað er eiginlega að ykkur ?? Maðurinn er búin að ljúga að okkur frá því að hann varð ráðherra, og hann er ekkert að hætta því núna. Ég gæti vel trúað því að hann hafi sjálfur lekið þessu í rúv vegna þess að núna þarf hann og aðrir stjórnarmeðlimir að éta ofan í sig sínar stóru yfirlýsingar um að ekki sé hægt að ná betri samning . Málið er einfalt, noregsferð framsóknar var ekki auglýsingarferð heldur ferð sem er að skila sér í dag með betri samningum. Steingrímur vill helst ekki þurfa að viðurkenna Icesave samningaklúður Svavars og Indriða. Ég hrósa rúv fyrir að hlýða ekki skipunum frá ráðherrum.

Baldur Már Róbertsson, 12.2.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Þú ert nú ljóti bjáninn Baldur. Villt greinilega fá spillingaöflin aftur... þ.e. FramsóknarFLokkinn og SjálfstæðisFLokkinn sem keyrðu landið í kaf. Rosalega ertu vitlaus Baldur. Þú gerir nafninu okkar skömm til.

Það er afar heimskulegt að láta morðingja rannsaka eigin vettvang, þrífa upp og dæma sjálfan sig. Sitjandi ríkisstjórn er í kröggum vegna þess að hún er uppfyrir haus, svamlandi í skítakömrum íhaldsins að reyna að moka skítnum út svo vel fari. Það er bara á frekar miklu að taka minn kæri.

Taktu nú hausinn út úr rassgatinu á þér. Ég hef séð strút stinga hausnum í sandinn og hann hverfur ekki... bara svo þú vitir það.

Baldur Sigurðarson, 18.2.2010 kl. 10:20

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Komdu fagnandi Baldur

Elsku drengurinn - ekki ætla ég að blanda mér í skilgreiningu þína á Selfyssingnum EN En  Bandaríkjaforseti sagði fyrir margt löngu - " þetta hófst með vanskilum húsnæðiskaupenda í Florida og lauk með efnahagshruni á Íslandi "

Lehmannsbanki var ekki heldur undir okkar stjórn og Kaninn hefði betur komið í veg fyrir hrun hans - hann setti Dominóspilið af stað - enda óhemju stórt bákn.

Hitt er svo annað að regluverkið okkar - sem er sniðið að Evrópueglugerðinni - tekið þaðan - var gjörsamlega vanbúið og illa hannað - m.a. þess vegna vilja bretar og hollendingar ekki fara í málaferli - bankakerfi Evrópu myndi hrynja þegar við værum búin að vinna málið - sem við myndum gera -

fáum okkur kaffi eða bara gos og ræðum þetta

bestu kveðjur

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2010 kl. 15:31

6 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Líst vel á það Óli. Ertu ekki annars búinn að fara niður í Laugardalshöll og kjósa utankjörstaða til að tryggja þitt atkvæði ef vera kynni að eitthvað kæmi uppá?

Kv. Ofur.

Baldur Sigurðarson, 3.3.2010 kl. 13:06

7 identicon

Það er rétt að stundum þurfa fréttamenn að kunna að halda sér saman.

Blessaður karlinn hann Steingrímur kann það reyndar ekki sjálfur og mætti stundum telja upp að tíu áður en hann opnar munninn.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband