Þetta sagði sig sjálft. Bretar lúffa þegar við segjum nei.

Þetta IceSave bull er ekkert annað en Þorskastríð.

Bretar eru háðir fiskinum okkar, enda höfum við um það bil jafn stór fiskimið og þeir, en við teljum 300.000.- manns á meðan þeir eru 78.000.000.- manna. Þeir eru gjörsamlega háðir fiskinum frá okkur og reyna með öllum mögulegum ráðum að ná yfirráðum yfir þessum auðlindum.

Ef Ísland fer í þrot gera þeir tilkall í fiskimiðin í skiptum fyrir skuldir. Þeir vita samt í dag að þeirra málstaður er lélegur og þeir vita að þegar við fellum þetta í Þjóðaratkvæðagreiðslu hafa þeir engin tromp eftir á hendi. Ljótu hálfvitarnir.

Ég vona bara að ríkisstjórnin fari ekki að brjóta stjórnarskrána og asnast til að draga frumvarpið til baka eins og Dabbi Dúskur og Dóri Drusla gerðu um árið varðandi fjölmiðlalögin. Skv. stjórnarskránni ber að fara með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en enginn kostur er þar gefinn um að draga megi frumvarp til baka eftir synjun Forseta varðandi staðfestingu.

Lifi Ísland.


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alveg rétt hjá þér, Baldur: Bretar eru háðir fiskinum okkar. Og svo eru einhverjir kjánar hér, sem óttast að við getum ekki selt þeim fisk, þegar við þvert á móti erum þar með skrúfu á þá til að láta af sínum mafíósa-tilburðum: getum sett þá í viðskiptabann!

"Ljótu hálfvitarnir", bæði þeir og vitorðsmenn þeirra hér á landi.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Óskar

og hvað haldið þið að tafirnar á lausn þessa máls hafi kostað okkur Íslendinga?  Hvað á að halda atvinnulífi landsins lengi helfrosnu, krónunni í trashi, lánshæfismati ríkisins í ruslflokki og almenningi í spennitreyju til að ná fram eitthvað aðeins betri samning ?  það vita allir að það verður ekkert komist hjá því að semja um þetta og borga, spurningin er bara um skilmálana.

Óskar, 18.2.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tóm þvæla í þér, Óskar. Einhver mesti prófessor Viðutan í víðri veröld heldur þessari sömu vitleysu fram, talar um 75 milljarða tap á mánuði, það gerir 900 milljarða á ári! Hann hefur málað sig út í horn með skynsemislausum, óþjóðlegum málflutningi sínum, og heybrækur hafa ekkert inn í þessa umræðu að gera, við stöndum á rétti okkar Íslendingar.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 11:07

4 Smámynd: Óskar

Jón valur , yfirforingi heykvíslaliðsins tjáir sig alltaf með jafn gáfulegum hætti.  Það er ekki hagur Íslands að atvinnulífið sé helfrosið, lánshæfismat ríkis og fyrirtækja í ruslflokki og gengi krónunnar i hroðalegri stöðu vegna þess að þjóðarstolt heykvíslaliðsins vill ekki semja um icesave sem mun vera um 7% af heildarskuldum þjóðarinnar.  Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það menn eins og Jón Valur sem sjá til þess að kreppan verður viðvarandi.

Óskar, 18.2.2010 kl. 11:12

5 identicon

já þeir lúffa þegar við segjum nei og þeir eru sennilega til í að fallast á hvað sem er því þeir vita að þeir eru ekki með neitt mál í höndunum ef það væri farið með ice-save fyrir dóm En aðalmálið er samt þetta að Steingrímur talibani og Jóhanna binladen reyndu og voru rétt búin að koma okkur í 40 ára skuldaþrælkun. Margoft búin að segja að við fáum ekki betri samning þvílikir fucking lygamerðir, gera hvað sem er til að halda ráðherrastólunum algjör smámennska ekki satt?

Óskar láttu leggja þig inn á klepp áður en þú skaðar þig og aðra.

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 12:37

6 Smámynd: Óskar

Gunnar það má athuga það.  Vona samt að ég lendi ekki á sömu deild og þú.  Mér sýnist það vera brjálaða deildin.

Óskar, 18.2.2010 kl. 13:21

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar þvælukarl, er "atvinnulífið helfrosið" þegar yfir 90% manna eru hér í vinnu? Leggðu þig, karlinn, og hættu að taka óbeinan þátt í þeim landráðagerningi að leggja ólögvarðar kröfur, sem á endanum gætu farið yfir 1000 milljarða króna að óbreyttum samningum og með 30% gengisfellingu krónunnar, á börn okkar og fjölskyldur.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 13:57

8 Smámynd: Óskar

Jón Valur - það er 9% skráð atvinnuleysi, það mesta í sögu lýðveldisins.  Það er þó í raun miklu meira, margir atvinnulausir fór í nám og eru ekki skráðir atvinnulausir.  Þá eru þúsundir farnir úr landi sem voru atvinnulausir. 

Fulltrúar atvinnulífsins  hafa lagt á það mikla áherslu að leysa Icesave, þeir og stjórnvöld gera sér grein fyrir því hvað tafirnar hafa valdið gífurlegum skaða hér.  En þið heykvíslapakkið sem vogið ykkur að kalla aðra landráðamenn, það mættu halda að þið hefðuð rófustöppu í höfðinu.  Eina sem þið grenjið daginn út og inn"  við borgum ekki"  þó þjóðin fari til helvítis vegna þess einmmit að hún borgar ekki.  Landráðapakk Jón valur, já þú ert einn af leiðtogum landráðapakksins.

Óskar, 18.2.2010 kl. 14:05

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttalegt rugl er þetta í þér, Óskar. Ég hef rökstutt það sem ég hef sagt um landráð, leitaðu bara að orðunu á vef mínum. Því er öðruvísi með þig farið. Svo er langt síðan fólk fór að flytjast úr landi og kemur Icesave harla lítið við! – Og hvaða eilífa heykvíslatal er þetta? Ég hef ekki notað heykvísl nema við sveitastörf, og það eru áratugir síðan.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 15:00

10 identicon

ÓSKAR ég skil núna hvað er að, þetta er geðsjúkdómur sem verið er reyna finna lausn á. bæjarstjóri vestmannaeyinga sagði alltaf, er ekki einhver pilla til sem lagar þessa heilastöðvar sem virka í rétt í litla VG og SF heilanum :) það væri kannski rétt að tala við róbert Wessmann og decode um að finna rót vandans í heilanum á þeim sem hafa staðnað í vinstra heilahvelinu, svo unnt sé að hjápa ykkur að hjálpa samlönum ykkar, en ekki útlendingunum sem gera hvað sem er til knésetja okkur á allavega. það átti náttúrulega að klófesta okkur illilega með lélegast ice sve samningi fyrri alda þótt lengra væri leitað. sem sagt afsal fullveldis á silfurplati og allt í boði svokallaðra velferðastjórnar sem ginnti kjósendur með slagorðum eins og skjaldborg um heimilin. lygamerðir og þjóðníðingar er þetta fólk í mínum augum

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 18:30

11 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Er svo sammál þér Ofur!  Við eigum ekki að gefa tommu eftir.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 18.2.2010 kl. 20:29

12 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég verð samvisku minnar vegna að kvarta við ykkur yfir að vera að draga Ljótu Hálfvitana (með stórum stöfum) inn í þetta. Þeir komu málinu ekkert við og eru talsvert skemmtileg hljómsveit.

Hvað varðar þetta he****ans IceSave mál þá er bara rugl að vera að borga þessar skuldir auðmannaelítunnar. Við gætum allt eins rukkað Breta fyrir leigu sumarið 1809 þegar Jörundur hundadagakonungur (sem var danskur, en í breska sjóhernum)  hafði sumarsetu á Fróni... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.2.2010 kl. 09:45

13 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Óskar. Komdu fram undir nafni og rífðu svo kjaft. Ég er ekki svo viss um að það væri svo upp á þér typpið ef þú þyrftir að standa opinberlega undir því sem þú bullar hér undir viðurnefni.

Mundu að eftir að Forsetinn synjaði lögunum staðfestingar hafa Norðmenn, Finnar og fleiri stigið skrefið og lýst yfir samstöðu með okkur. Ætla meira að segja að lána okkur fé og ætla að þrýsta á Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn að gera slíkt hið sama. Bretar eru nú þegar að bjóða okkur milljarða lækkun í vaxtabyrði sem ekki hefði komið til hefði Ólafur Ragnar skrifað undir lögin. Mundu það.

Ef þig langar að búa í Bananalýðveldi... farðu þá bara til Fílabeinsstrandarinnar eða Gambíu. Þar átt þú greinilega heima. Þú gætir líka farið til Hondúras þar sem þig langar að búa í ríki sem er búið að skuldsetja svo að þjóðin öll er í þrældómi og ógnarstjórn ríkir. Þar dæla iðnaðarþjóðirnar upp olíu, hirða gull og demanta úr jarðveginum og þjóðin getur ekki rönd við reist.

Þetta er ekkert annað en þorskastríð Óskar... eða hvað sem þú heitir. Það stendur til að skuldsetja okkur þannig að við getum ekki hendur fyrir höfuð okkar borið... svo bjóða þeir okkur niðurfellingu gegn fiskimiðunum. Þar með fengju þeir líka réttinn á vinnslu olíu á svæðinu komi til þess. Hugsaðu málið aðeins.

Bretar og Hollendingar eru háðir fiskinum okkar. Við erum skitnar 300.000 hræður á meðan Bretar eru heilar 78.000.000 manna. Sjötíu og átta milljónir takk fyrir. Okkar fiskimið eru gjöfulli en þeirra og nánast jafn stór. Þeir eru háðari okkur en margan grunar og þeir hafa alltaf ásælst fiskimiðin okkar, enda urðu þeir gjörsamlega brjálaðir þegar við færðum landhelgina út í 200 mílur eins og allir vita og margir muna.

Hugsaður áður en þú skrifar og komdu fram undir nafni. Ef þú vilt ekki vera skráður undir nafni á blog.is, sýndur okkur þá þann sóma að koma undir réttu og þá fullu nafni og kennitölu í undirskrift þinni við hverja athugasemd. Láttu öðrum kosti vera að skrifa athugasemdir því þú gerir ekkert annað en að pirra menn með heimskulegum skrifum þínum undir viðurnefni.

Baldur Sigurðarson, 3.3.2010 kl. 13:02

14 identicon

Ísland virðist vera leiksoppur á taflborði stórveldanna í þessu máli. Icesave er notað til þess að komast yfir auðlindir landsins og við það er ógeðfelldum aðferðum beitt.

Baldur bendir á Hondúras, fleiri lönd í Suður-Ameríku eiga við ofurefli að etja og voru sett á hnén af stórveldum á sínum tíma með sömu aðferðum og verið er að beita hér á landi í dag. Opnið augun, það er verið að að koma okkur á hnén til að Bretar komist hér inn og nái sér í verðmæti.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband