12.3.2010 | 10:10
Og þessi maður fær greitt fyrir vinnu sína...
Hugsið ykkur hvílíkur fábjáni þessi maður er. Að láta sér detta í hug að sæmilega heilbrigt og hugsandi fólk trúi svona helvítis þvælu.
Að fólk sem sé andsetið æli glerbrotum og járnbútum.... Þvílík endaleysa.
Hann segir einnig, að árás sem kona gerði á Benedikt páfa á aðfangadagskvöld sé sönnun.... Svakalega hlýtur þá djöfullinn að hafa sest að víða... t.d. í miðborg Reykjavíkur um helgar.
Svo segir hann að kynferðishneyksli, sem skekið hafa kaþólsku kirkjuna í Bandaríkjunum, Írlandi, Þýskalandi og víðar, séu sannanir þess að hin illu öfl eigi í stríði gegn Páfagarði. Bíddu við... er hann þá að halda því fram að þetta sé ekki kynvilltum prestum að kenna heldur séu þeir í raun saklaus fórnarlömb Djöfulsins?
Svona menn á að aflífa og hann hefði í raun aldrei átt á fá að ná svona háum aldri. Hann er boðberi hins illa... handbendi Djöfulsins sjálfur og hann ætti í raun að nota í refafóður.
Svo eiga fjölmiðlar ekki að vera að draga upp fréttir af svona vitleysingum. Frekar að fjalla um þá eins og geðsjúklinga sem þeir sannarlega eru svo þeir fái hæli á viðeigandi stofnunum.
Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já maður á erfitt að ná því að fólk sé ennþá svona árið 2010.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 11:17
Heyrðu Baldur
það er ekki bara að þessi fái greitt - hugsaðu þér alla "vísindamennina" sem spá fyrir um það sem á að gerast eftir 5-20 milljón ár.
Það sem þeir sögðu að myndi gerast NÚNA hefur allt hrunið eins og t.d. hlýnunin (sem er stundum kólnun) o.fl.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.3.2010 kl. 11:33
Ja... það að láta sér detta það í hug að hlýnun jarðar sé af mannavöldum er náttúrulega alveg fáheyrt. Þú sérð að þegar Ethna gýs sínum stærstu gosum veldur það gos um það bil 200 sinnum þeirri koltvísýringslosun sem allt mannkyn losar á ári.
Þá má nefna Ozon lagið sem var orðið svo götótt fyrir ofan Norðurpólinn að það var talið að það tæki í það minnsta 12.000 ár að stoppa upp í það með því að framleiða Ozon í svo og svo miklu mæli og með því að banna alla losun Ozon eyðandi efna, svo sem Halon sem er eitt besta eld-slökkviefni sem fundið hefur verið upp.
Hvað heyrum við um Ozon vandamálið í dag? Nákvæmlega ekki neitt, því gatið er lokað. Það er enn smá rifa við Suðurskautið og þetta bull um að við séum að hafa verulega áhrif á þetta er algert kjaftæði.
En mér finnst svona trúarofstæki svo leiðinlegt að það er eiginlega ekkert sem mér finnst leiðinlegra. Jólin eiga að fara að snúast einungis um að vera góð hvert við annað og gefa hvert öðru gafir og menn geta lesið fæðingasögu Jesú sem skemmtilega sögu, en að vera að biðja út í loftið og eyða peningum í trúarathafnir... Nei og aftur nei.
Svo á að setja fermingaaldurinn upp í 18 ár eins og ég skrifaði í næsta bloggi á eftir þessu og hananú.
Kv. Ofur.
Baldur Sigurðarson, 12.3.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.