AF HVERJU ER ÞESSI MAÐUR HÉR?

Hvernig stendur á því að þessi maður er hér á landi þar sem hann er eftirlýstur í sínu heimalandi? Af hverju er grunnur útlendinga sem sest hér að ekki kannaður?

Það mætti halda að Ísland sé orðin einhverskonar fríríki fyrir austantjaldspakk sem er eftirlýst heima hjá sér. Spurning um hvort við ættum bara að breyta landinu í fangaeyju og fyllt það af ofbeldismönnum frá Póllandi og Litháen.

Mér finnst að við eigum að gera kröfu um að bakgrunnur allra Pólverja sem hér sækja um landvist verði kannaður, svo og allra útlendinga áður en landvistarleyfi er veitt. Þetta þarf að gefa upp þegar ferðast er til Bandaríkjanna og finnst mér ekkert óeðlilegt við það.

Hafi menn afplánað sinn dóm og tekið út sína refsingu má skoða málið, ekki síst gagnvart eðli brots viðkomandi, en að hleypa hér inn skúrkum sem eiga ólokið málum í refsivörslukerfi síns heimalands og veita þeim einskonar skálkaskjól hér er fáránlegt.

Í raun ætti að fara markvisst í að senda út nöfn og persónuupplýsingar hvers einasta útlendings sem hefur sest hér að og ekki skilað inn sakavottorði frá sínu heimalandi undanfarin 10 ár. Það er nú ekki flókið með tölvupóstkerfi og Interpol væri ekki lengi að keyra það saman. Ég í raun skil ekki af hverju það er ekki gert.

 


mbl.is Í farbanni fyrir að hrista barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hansen

Einhversstaðar heyrði ég því fleygt að 40-50% af þeim pólverjum og litháum sem hér eru á landi hafa framið glæp í sínu landi eða öðrum löndum, í sumum tilfella setið af sér, en í langflestum ekki tekið út afplánun! Þú sérð að litháinn sem var hérna í einu dópmáli fyrr um árið með íslendingum, tók út sína afplánun, en hann var síðan skikkaður til að fara aftur út til síns lands, en einhvern veginn tókst honum að komast hingað til lands aftur, (segir það ekki mikið um hvernig landamæra eftirlitið er hérna á landi)?

Lögin í bandaríkjunum eru gerð til þess að verja þá sem búa í landinu frá þeim sem eru að koma til landsins til að fremja glæpi, lögin hér á Íslandi eru gerð til þess að verja glæpamennina sem vilja koma til landsins til að fremja glæpi, frá því að vera uppgötvað að þeir hafi framið glæpi í öðrum löndum.

Við þurfum að herða innflytjenda löggjöfina sem og gefa ákv. heimildir til skoðunar á farþegum sem koma hingað til lands.

Og þá sérstaklega frá ákv. löndum, þar sem glæpa tíðni er yfir meðallagi.

Sjálfur hef ég fengið dóm hér á landi , vegna mistaka sem ég gerði þegar ég var 20 ára og var að vinna í dyravörslu, ég varði mig með meira valdi en þeir sem á mig réðust sem olli því að ég fékk þennan dóm, á þessi dómur að valda því að ég geti ekki ferðast til annarra landa ? og sjáðu til það eru mörg ár síðan þetta gerðist, ég starfa ekki lengur í hurð og ég er ekki ofbeldisfullur maður.

Hlynur Hansen, 16.3.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Þess vegna sagði ég "Hafi menn afplánað sinn dóm og tekið út sína refsingu má skoða málið" til þess að menn sem hafa hlotið dóm og tekið út sína refsingu geti ferðast til annarra landa.

Maður sem fremur glæp fær refsidóm sem miðast við að maðurinn fái tilhlýðilega refsingu og bæti ráð sitt. Þess vegna er boðið upp á nám og vinnu í fangelsum á Íslandi. Þannig er hægt að stuðla að því að jafnvel síbrotamenn komi út sem nýtir þjóðfélagsþegnar.

Þeir eiga því að mínu mati að geta ferðast eins og aðrir, en ég tel þó að löndin sem þeir ferðast til eigi að fá veður af fyrri gjörðum þeirra, í það minnsta síðustu 10 ár.

Það sem ég þoli ekki er að þegar útlendingar koma hingað að vinna og sækja um leyfi til dvalar í meira en 3 mánuði, þá er bakgrunnur þeirra ekki kannaður. Það er óforbetranlegt og mér finnst það vera brot á mínum rétti til að búa í landi með eina lægstu glæpatíðni sem um getur á jörðunni.

Baldur Sigurðarson, 16.3.2010 kl. 20:49

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Baldur

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.3.2010 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband