1.5.2007 | 15:35
Loforð Framsóknarmanna í Vímuvarnarmálum
Fyrir síðustu kosningar lofuðu Framsóknarmenn þúsund milljónum króna í forvarnarstarf gegn fíkniefnum. Heilum Milljarði. Ég er að spá í hvað varð um þessa peninga.
Sæunn Stefánsdóttir, Framsókn fór yfir framlög til fíkniefnamála hjá öllum ráðuneytum á Alþingi, og komst hún að því að samanlagt næmu þau hærri fjárhæð en lofað var eða 1,7 miljarði króna.
Ég veit ekki hvað hún á við með þessu, Var þá eytt 700 milljónum í meðferðarúrræði og tengda málaflokka, og svo einum milljarði í forvarnarstarf eins og lofað var. Ég held nú síður.
Það má ekki rugla saman því sem kallað er forvarnarstarf til fíkniefnamála og öllum málaflokknum sem snýr að fíkniefnum.
Ég held að ef - Eitt Þúsund Milljónum - væri í raun eytt í fíkniefnaforvarnir yrðu slíkar forvarnir sennilega meira áberandi en Coca Cola og Pepsi samanlagt ásamt öllum olíufélögunum. En það er öðru nær.
Mig langar mikið að fá útlistun á því hvað varð um þessa peninga og hve miklum peningum var í raun eytt í forvarnarstarf gegn fíkniefnum, svo sem auglýsingar, útgáfustarfsemi, fyrirlestra, heimsóknir í skóla á landsvísu og svo framvegis.
Best að skella sér á kosningafund með Framsókn í hvelli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.