Lóðaverð á kostnaðarverði...

Það var fróðlegt að heyra fréttir í vikunni þar sem talað var um að lóðir í Reykjavík yrðu seldar á kostnaðarverði.

Samkvæmt Fétt á Vísi.is frá 28. apríl verða lóðirnar í nýju hverfunum á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli.

þá virðist ekki skipta máli hve hátt fjölbýlishúsið er og hve margar íbúðir á grunnflöt, hvort um er að ræða hús með bílastæðum eða bílakjallara eða hve stórar íbúðirnar meiga vera í viðkomandi fjölbýlishúsi.

Þó er það svo að fyrir aðeins 8 árum var hægt að kaupa lóð í Reykjavík undir einbýlishús á 4 milljónir og var þá ekki talað um kostnaðarverð, heldur fullt lóðaverð. Mörg bláfátæk byggðalög úti á landi bjóða lóðir ókeypis og önnur fyrir 1-2 milljónir með öllu.

Það væri nú óskandi að bæjarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu færu að bjóða fólki lóðir á kostnaðarverði. Ég hef nú lúmskan grun að menn noti ekki alltaf sömu aðferðir við að finna út kostnaðarverð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband