Furðulegt að Vesturlönd skuli ekki aðhafast neitt í sambandi við Mugabe.

Þetta er með ólíkindum. Það er hægt að ráðast inn í Afganistan og Írak þegar olíuhagsmunir eru annarsvegar. Þá er hægt að réttlæta slíkar aðgerðir með því að þjóðarleiðtogar slíkra ríkja hafi unnið glæpi gegn mannkyninu með fjöldamorðum eða með því að hryðjuverkaógn stafi frá þessMugabeum ríkjum.

En þegar Olía er ekki í dæminu virðist aldrei vera ástæða til aðgerða. Mugabe murkar lífið úr hundruðum manna á degi hverjum og stjórnvöld í Evrópulöndum og Bandaríkjunum láta fréttir þaðan um látlaus mannréttindabrot sem vind um eyru þjóta.

Það virtist ekki vera mikið mál hjá stjórnvöldum á Íslandi að skrá okkar land á lista yfir viljugar þjóðir til að þreyta stríð gegn Írak og Saddam Hussein. En að Íslensk stjórnvöld lifti litla fingri í þágu almennigs í Zimbabve virðist ekki vera í sjónmáli.

Mugabe er hræðilegur þjóðarleiðtogi. Hann murkar lífið úr saklausu fólki, þjarmar að öllum sem ekki hafa sömu skoðanir og hann og það er skömm fyrir Íslensk stjórnvöld að ekki sé unnið í því fyrir alvöru að koma þessu skrímsli frá völdum. Hann er ekkert annað en það sem Idi Amin var og stóð fyrir. 


mbl.is Mugabe hótar kirkjuleiðtogum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Málið er einfalt. Afríka skiptir ekki máli og öllum er sama. Við setjum örfáar krónur í bauk hjá rauðakrossinum eða hjálparsamtökum kirkjunur til þess að friða samviskuna. Pólitískt séð skiptir afríka ekki máli nema þá þessi örfáu olíu lönd. Þegar þjóðarleiðtogar eru að murka líftóruna úr þegnum sínum er það í lagi vegna gamals arfs frá 30 ára stríðinu. Westphalia samningurinn. Það kemur ekki öðrum við sem gerist inn í mínu landi.

Þetta er náttúrulega gríðalega slæmt þar sem öll uppbygging og þróun lífskjara er algjörlega snúið á haus og lönd eru send aftur á stig grárar forneskju. Eins og staðan er í dag þá er eru öll helstu herveldi heimsins upptekinn. England og Bandaríkinn eru í Írak. Nato er í Afganistan. Rússar eru í Téténíu. Indverjar eru í varðstöðu gagnvart Pakistönum og öfugt og síðan er Kína upptekið við að halda niðri eigin þegnum.

Að svo búnu þá er ljóst að ekkert verður að gert fyrr en skaðinn er skeður.

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband