26.05.2007 Dagur 4. New Hampshire, Skattlausa Fylkið.

IMG_0058New Hampshire er sennilega eina skattlausa fylkið í Bandaríkjunum. Þá er ég að tala um að allar vörur eru án söluskatts. Þegar maður sér hlut í verslun, lítur á verðið, þá er það sama verð og greitt er á kassanum, en í öðrum fylkjum leggst mishár skattur ofan á verðið sem er óþolandi. það var alveg frábært að fara í Mollin þarna. Verðið yfirleytt 10% lægri en í NY auk skattaafsláttarins

Við sváfum á mjög notarlegu vegahóteli, og kostaði tveggja manna herbergi kr. 6000.- sem er afskaplega hóflegt að mínu mati. Við drifum okkur á fætur tiltölulega snemma og vorum komnir til Hjólasalans klukkan 9:15, en hann opnaði klukkan 9:00.

 

 

IMG_0065Húsið sem hann er með er um 3.000 fermetrar og aðstaðan alveg geðveik. Yfir 100 hjól á staðnum og öll uppítökuhjól frá umboðsaðilum af öllum stærðum og gerðum. Maður fær bara sjokk við að koma á svona stað. 

Í reynd er þetta svo fjarlægt okkur hér heima að það nær ekki nokkru tali. Við erum að tala um svo flotta aðstöðu að fyrirtæki eins og Hekla og Toyota gætu öfundað þessa menn. að vísu er húsið engin höll, enda engin þörf á því. Áherslurnar eru á góðri þjónustu við kúnnan, en ekki glæsilegri yfirbyggingu og sölumönnum með heimskuleg bindi og innantómar yfirlýsingar.

 

 

IMG_0067Fljótlega kom ég auga á hjól sem mig langaði að kaupa. Um var að ræða alveg stórglæsilegt Buell XB9R sem er í raun eins konar Racer með Harley Ferguson mótor. Sem sagt tveggja strokka loftpressa í kappaksturshjóli. Alger snilld.

Við vorum búnir að sjá sambærileg hjól víða annarsstaðar, en þetta náði að glepja augað, ekki síst vegna þess hve töff það er svona gult á litinn. 2005 árgerð, og nánast óekið.

 

 

 

IMG_0070Næsta hjól sem við ákváðum að kaupa var Harley Davidson Soft Tail custom árgerð 1999. Þvílíkt glæsilegt hjól og algerlega óaðfinnanlegt í alla staði, enda ekið innan við 10.000 km.

Við létum taka frá þessi hjól svo enginn hlypi í skarðið og næði einhverju af okkur. Það var svo merkilegt að eigandinn ákvað að treysta okkur svona vel og tók hjólin frá án þess að láta okkur svo mikið sem skrifa nöfnin okkar á blað. Ég hef reyndar keypt hjól þarna áður og hann veit svo sem hvar hann hefur mig.

 

 

IMG_0092Næst tókum við frá eitt stykki Suzuki Intruder 800 árgerð 2006, ekið aðeins 4.000 mílur. Hjólið er svo fallegt að það er eins og það hafi komið úr umbúðunum frá verksmiðjunni fyrir viku.

Við kolféllum fyrir hjólinu þó það væri nokkuð hátt verð sett á það. Því er óvíst hvort það hafi verið gáfulegt að taka það með, en öllu gamni fylgir víst einhver alvara, svo það má einnig segja að öllum viðskiptum fylgir einhver áhætta. Og við erum tilbúnir að mæta henni.

 

 

IMG_0095Þegar þarna var komið við sögu var langt liðið á daginn enda margt að skoða, mörg skjöl að fara yfir, mikið að reikna og hringja, ásamt því að liggja yfir netinu og bera saman.

Við bættum á okkur einum Harley Ferguson (Sportster) svona til að fylla upp í daginn, en það var búið að ganga frá greiðslu á því hjóli frá Íslandi áður en við fórum af stað. Við staðfestum bara við söluaðilann að við tækjum það með okkur til Íslands ásamt hinum hjólunum.

 

 

IMG_0099

Að góðum degi liðnum kvöddum við og komum okkur í ró. Á þessari mynd eru þeir Smári félagi minn og Jeff sem þjónustaði okkur þarna á staðnum. Jeff er einhver þjónustulundaðasti náungi sem ég hef hitt á æfinni, enda Írskur frændi okkar sé kafað í ættir hans.

Hann lánaði okkur nettengda tölvu með Excel til  eigin afnota, hellti upp á kaffi eftur pöntunum og gerði gjörsamlega allt sem okkur gat verið til þægðar og hentugleika, nema kannski að nudda á okkur axlirnar. Að vísu reyndi ekki á það.

 

 

 

IMG_0100Hvað er betra að loknum góðum degi en að skella sér á Hooters og fá sér góðan borgara. Eins og ég gat hér áður, þá er ekki mikið af ljótum stelpum á Hooters og eru þær að sjálfsögðu klæddar í samræmi við eigið ágæti.

Við fórum semsagt á Hooters í Pembroke sem er miðsvæðis í New Hampshire, en svæðið er ekki mjög þéttbýlt svo við þurftum að keyra slatta suður á bóginn til að finna þennan stað.

Stúlkan sem þessi mynd er af er til dæmis afskaplega andlitsfríð og hefur eins og sést margt fleira til brunns að bera. Kannski full mikið klædd að mínu mati.

 

IMG_0103Svo datt andlitið af mér. Ég sá allt í einu manneskju sem ég kannaðist svona líka mikið við. Þarna var hún Guðrún Ólafsdóttir vinkona mín mætt í vinnu á Hooters, en bara einum og hálfum áratug yngri en hún í raun er í dag.

Þetta hljómar kannski undarlega, en þessi stúlka sem heitir Christal er alveg nauðalík Guðrúnu, og það getur fólk sannreynt með því að bera þær saman, því Guðrún er ein af mínum bloggvinum og kallar sig Bellaninja. Afskaplega fallegar stelpur, og skemmtilegar með afbrygðum.

Flott fyrir kærastann hennar Guðrúnar að hafa það í bakhöndinni að geta yngt upp svona við tækifæri.

 

IMG_0105Við þrumuðum Suðureftir enda ekki eftir neinu að bíða, og ókum við um 400 km í einum rykk. Þegar við komum til New Haven sem er nyrst í New York fylki létum við Garmin tækið leita að gistingu. Það eina sem var fýsilegt í stöðunni var Holiday Inn, og var það reyndar mjög fýsilegt þar sem 2 manna herbergi kostaði ekki nema $120.00.-

Við sváfum mjög vel þessa nótt, enda alveg drulluþreyttir eftir langan og strangan dag.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband