23.1.2009 | 15:06
Þar skaustu þig í fótinn Hörður.
Hörður. Þetta var nú óþarfi. Það er ekkert grín að fá illkynja krabbameinsæxli. Skammastu þín Hörður Torfason.
Ég er ansi hræddur um að margir muni snúast gegn þér núna og það hef ég gert. Þú hefur sjálfur dregið þitt einkalíf og samkynhneigð fram í dagsljósið í tíma og ótíma.
Það að Geir sé forsætisráðherra og hafi greinst með illkynja æxli sem getur verið banvænt kemur allri þjóðinni við. Þér líka Hörður.
Þú ættir að skammast þín. Þú hefur að hluta til staðið þig vel með þínum áherslum á mótmælafundum, en mér finnst þú alveg meiga slaka á óvinsamlegum áherslum og einbeita þér að því að láta draga óheiðarlega auðvaldsseggi til ábyrgðar, frekar en að æsa múginn þannig að hann fari að skemma og meiða lögreglumennina okkar.
Það vilja margir of oft gleyma því að lögreglumennirnir eru fólk eins og við, eiga sínar erlendu skuldir og eru í húsnæðisvanda rétt eins og ég og þú Hörður.
Ég er ekki stuðningsmaður sjálfstæðismanna eða ríkisstjórnarinnar að svo stöddu, en nú er mér ofboðið.
Skammastu þín og biddu Geir fyrirgefningar á óvinsamlegum og óforskömmuðum orðum þínum.
Til þess tíma er þú gerir það mun ég ekki styðja þig. Þvert á móti mun ég vinna gegn þér ef þú ætlar að hegða þér svona.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála öllu þessu sem þú segir og Hörður ætti að sýna sóma sinn og byðjast afsökunar á þessum ummælum. Síðan ættu þessir mótmælandur að snúa sér að þessum svokölluðum útrásarvíkingum og eigendum gömlu bankana , það ekki annað sjá en að þeir ætli sér að afskrifa skuldir og kaupa landið aftur á útsölu, það er hlutur sem verður að stoppa og ætti Hörður og félagar að snúa sér að því .
Sævar Matthíasson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:22
Tek undir með þér. Hörður er óttalegt lítilmenni. Ég hef haft dálæti af honum til þessa og hans tónlist en ég hef það ekki lengur. Hann á að skammast til að biðja Geir og þjóðina alla afsökunar.
Magnús (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:25
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:24
Kæri Kristján.
Takk fyrir innlitið og takk fyrir að skrifa á bloggsíðuna mína.
því miður verð ég að segja þér að ég skil ekki orð af því hvað þú ert að fara.
Sá reyndar sömu færslu hjá þér á annarri bloggsíðu... Nákvæmlega sömu færslu, við allt annarri hugrenningu þó hún væri um sama málefni.
http://sumri.blog.is/blog/sumri/entry/782090/#comments
Þú kannski útskýrir þetta betur fyrir mér.
OfurBaldur.
Baldur Sigurðarson, 26.1.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.