Davíð ritstjóri Morgunblaðsins...

Ólafur Jóhann Ólafsson.jpgí DV í dag kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið að því að koma Mogganum í hendurnar á mönnum, hliðhollum Sjálfstæðisflokki og að Davíð hefði átt að gerast ritstjóri þar eftir rúman mánuð. Með slíkri tilfærslu hefði Davíð sloppið við að vera rekinn úr Seðlabankanum og þar með hefði sjálfsagt myndast sátt um hann að mati  Sjálfstæðismanna. Skyldi þetta vera rétt?

Hvar á þetta að enda? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn að skilja að svona stjórnarhættir eru ekki mönnum bjóðandi? Hvað er það sem þeir ekki skilja varðandi það að þjóðin vill Davíð burt úr Seðlabankanum og það fyrir löngu.

Geir H. Haarde talar um að Samfylkingin sé sundurtætt, en er betra að vera með gjörspilltan stjórnmálaflokk en sundurtættan? Það er í það minnsta hægt að raða brotum saman í erfiðu púsluspili ef þrautseigjan er nægilega mikil, en það lagar enginn spillingu nema með uppstokkun og góðum vilja sem virðist ekki vera til staðar hjá Sjálfstæðismönnum um þessar mundir.

Jóhanna Sigurðardóttir er að mínu mati frábær manneskja. Hún vill vel, vinnur vel að jafnréttismálum og vann vel að því að hlúa að litla manninum þegar hún var í stjórnarandstöðu með þrálátum tilraunum til að leggja fram frumvörp til laga um lágmarkslaun... eða þar til hún komst til valda. Hún hefur að því er mér virðist misst áhugann á lágmarkslaununum eins og staðan er í dag.

Hún á að mínu mati ekki erindi í Forsætisráðuneytið. Hún er fín í Félagsmálaráðuneytið, en ég vil ekki sjá hana í stóli forsætisráðherra.

Eins og staðan er í dag vil ég ráða ópólitískan fjármálasnilling sem hefur víðari sýn en pólitíkus. Sem dæmi myndi ég nefna nöfn eins og Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, fyrrum forstjóra Sony og Óskar Magnússon fyrrum forstjóra Íslandssíma sem bjargaði Hagkaupum á sínum tíma og sameinaði gjaldþrota fyrirtæki Íslandssíma og Tal sem varð að Vodafone veldinu. Ég vil borga þessum mönnum góð laun svo þeir fáist til starfans.

Slíkir menn koma vel fyrir, eru öfga klárir og framkvæma án þrýstings frá spillingaröflum stjórnmálamanna.

Ég veit ekki frekar en aðrir hvað framtíðin ber í skauti sér, frekar en Völva síðasta árs sem sá hrunið ekki fyrir. Ég vona þó það besta.

 


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband