Góð til síns brúks...

Katrín JakobsdóttirÞað verður afar merkilegt að fylgjast með Katrínu Jakobsdóttur í ráðherraembættinu. Ég tel Menntamálaráðuneytið reyndar vera rétta vettvanginn fyrir hana ef hún á að fá embætti ráðherra á annað borð.

Katrín hefur þó stuðað mig allnokkuð í gegnum tíðina og mér fannst ekki mikið til hennar koma þegar hún gekk út af þingi og slóst í hóp snælduvitlausra mótmælenda sem gerðu hróp og köll að lögreglumönnum sem stóðu vaktina fyrir utan Alþingishúsið.

En batnandi fólki er best að lifa og kannski var þetta alveg rétt sem hún var að gera. Ég var þarna á staðnum og fannst þetta ekki sniðugt. Nóg var um leiðindi þó maður þyrfti ekki að horfa upp á þingmenn taka þátt í að skamma lögregluþjónana.

En hún er ung og fersk, brosmild og þokkalega útlítandi. Hún er það tiltölulega nýkomin af skólabekk að hún ætti að hafa sæmilega tilfinningu fyrir þörfum nemenda þó ekki sé meira sagt. Hún er örugglega góð til síns brúks. Hvernig ráðherra hún verður mun væntanlega koma í ljós.


mbl.is Ógleymanlegur afmælisdagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kata var ekki að skamma neina lögregluþjóna. Hún stóð með fólkinu gegn þáverandi ríkisstjórn og fyrir það á hún hrós skilið.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.2.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Ransu

Hef bullandi trú á henni. Og það meiri en nokkrum í ráðherrateymi VG.

Ransu, 2.2.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Kæri Hlynur.

Ég sagði orðrétt: þegar hún gekk út af þingi og slóst í hóp snælduvitlausra mótmælenda sem gerðu hróp og köll að lögreglumönnum, en ekki að hún hafi verið að skamma neinn lögregluþjón. Ekki taka orð mín úr samhengi. Hún var ekki eini þingmaðurinn þarna. Ég sá kannski líka eitthvað sem þú sást ekki.

Ég hef líka aukna trú á henni með hverjum deginum sem líður og ég vona bæði hennar og okkar vegna að þetta gangi nú allt vel hjá henni.

Baldur Sigurðarson, 2.2.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist Katrín Jakobsdóttir vera áhugaverður fulltrúi þeirrar nýju kynslóðar sem þarf að koma vitinu fyrir okkur. Við höfum frosið föst í úreltri hugmyndafræði kennisetninga og erum hætt að skynja tilveruna öðruvísi en í gegn um hagvísa iðnríkjanna.

Ekki spennandi sýn fyrir ungviðin sem eru að byrja að skoða heiminn sem bíður þeirra.

Árni Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur, Baldur, þó Katrín hafi slett sér inní hóp mótmælenda við Alþingishúsið; hún meinti ekkert með því annað en vekja athygli á sér, sýnast soldið hipp og kúl. Það er nú allt og sumt.

Jóhannes Ragnarsson, 2.2.2009 kl. 19:30

6 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það er vafalaust nokkuð til í því. Þó ég hafi verið meira en til í að fella gömlu stjórnina, þá fannst mér sumt mega kyrrt liggja. Gamla stjórnin lét náttúrulega eins og hálfvitar og hvorki Samfylkingin né Sjálfstæðisflokkurinn áttu skilið að fá að halda áfram að mínu mati.

Þau gátu sjálfsagt ekki brugðist okkur mikið meira en þau gerðu, en það gleymist mjög oft að tala um þátt Framsóknarmanna þegar "góðærið" ber á góma sem varð upphafið að þjóðfélags-hruninu hér heima. Þeir áttu nú bróðurpartinn í því að koma Kvótakerfinu á laggirnar. Svei þeim það.

Baldur Sigurðarson, 3.2.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband