Torfæruhjól Framtíðarinnar

terrain03.jpgÞetta er eitthvað það sérstakasta sem ég hef séð úr mótorhjólaiðnaðinum og hef ég séð ýmislegt.

Framleiðandinn er Hyanide og heitir þetta hjól Baal. Ekki vel þekkt hérlendis en orðið heimsfrægt nú þegar. Hugmyndin birtist fyrst í teiknaðri mynd utan á amerísku framtíða-drauma-magasíni í henni Ameríku, en á forsíðu þess er svipað hjól þessu, en smíðað úr málmi með snjósleðabelti sem sveigist ekki. Erfiðara að beygja því en þessu.

Hér hefur það vandamál klárlega verið leyst að erfitt hefur hingað til reynst að aka mótorhjólum í snjó og ófærð. Þetta mótorhjól svínvirkar við öll slík skilyrði og beygir það á þann máta að það er liðstýrt.

terrain02.jpgBeltið er sveigjanleg keðja og á hana eru settar gúmmíplötur sem virka ekki ósvipað og skaflar á jarðýtu og skriðdrekabeltum.

Mikil þróun er í gangi og er hægt að finna heilan haug af upplýsingum á netinu um þessi furðuhjól. Þetta er örugglega alveg stórsniðugt fyrir björgunarsveitir því þetta kemst bókstaflega allstaðar, og getur líka ekið yfir urð og grjót sem er umfram vélsleða og hefur mun meira flot en fjórhjól.

Í hjólinu er vélsleðamótor sem er 500cc tvígengis svo það er fantakraftur í því. Örugglega stórskemmtilegt leiktæki líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband