Karlrembusvín Sameinast...

Fréttablaðið, 25. feb. 2009 06:00

UndirbúningsfundurAð sögn Ofur-Baldurs (3. frá vinstri) eru ýmis markmið sem vert er að stefna að til að stemma stigu við yfirgangi kvenmanna. Lengst til vinstri er Geiri á Goldfinger sem er heiðursforseti samtakanna.fréttablaðið/valli

Félag íslenskra karlrembusvína er í bígerð. Þrettán hundruð karlar hafa lýst áhuga á þátttöku. „Við ákváðum að ganga alla leið. Og erum nú að undirbúa stofnun formlegs félagsskapar," segir Baldur Sigurðsson, sem enginn þekkir undir öðru nafni en Ofur-Baldur.

Í gær hittust til að undirbúa stofnun Félags Íslenskra Karlrembusvína (FÍK) nokkrir karlar á veitingastað í Færeyska turninum í Kópavogi. Fyrir nokkru stofnaði Ólafur Guðlaugsson tónlistarmaður hóp á Facebook undir þessu nafni. Og áður en menn vissu af voru allt í einu komnir tæplega þrettán hundruð félagar. Að sögn Ofur-Baldurs, sem er einn forvígismanna samtakanna, átti enginn von á svo góðum viðtökum.

Ofur-Baldur, sem starfar sem sjálfstæður hreingerninga- og tónlistarmaður, segir félaga í FÍK koma úr öllum áttum. Og nú er stofnfundur í undirbúningi og því ekki rétt að tala of frjálslega um helstu stefnumál. Þau liggja einfaldlega ekki fyrir. En þó er hugmyndin að styrkja góð málefni og ekki sé meiningin að kúga konur heldur þvert á móti. „Okkur vantar athvarf fyrir karla þar sem þeir geta verið með sína rembu. Við ætlum í rútuferð og ganga svo eitthvað niður í móti. Kannski rölta niður Kambana og svo bíða rúturnar þar sem við getum sest og fengið okkur bjór. Og rætt okkar málefni."

Baldur segir fyrirliggjandi að karlmenn séu kúgaðir í dag og það sé ekkert gamanmál. „Ég á reyndar ákaflega sanngjarna konu. En þetta er staðreynd. Það er talsvert um að jafnréttið hjá kvenfólki snúist alls ekki um jafnrétti heldur beinlínis yfirgang kvenna í mörgum tilfellum."


jakob@frettabladid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband