27.3.2009 | 10:01
Davíð sagði ekki hægt að fara í viðræður.
Á sínum tíma, þegar Davíð Oddson var forsætisráðherra sagði hann að aðildarviðræður væru ekkert sem hægt væri að fara í. Annað hvort sæktu menn um í Evrópusambandið eða ekki. Viðræður gætu ekki snúist um neitt annað en beina umsókn.
Nú gaspra sjálfstæðismenn hverjir um aðra þvera varðandi viðræður, en mér þætti gaman að vita hvaða viðræður er um að ræða, og hvað hefur breyst síðan Davíð ríkti.
þegar við gengum inn í ESB lofaði Jón Baldvin Hannibalsson okkur því að tollar yrðu felldir niður á svæðinu innan ESB. Daginn sem við undirrituðum samninginn voru tollarnir felldir niður, en VÖRUGJÖLD tekin upp í staðin sem báru sömu prósentu, en lögðust á fleiri flokka, svo það hækkuðu álögur á okkur þvert ofan í það sem Alþýðuflokksmenn (nú Samfylkingin) lofuðu okkur.
Hvað þýðið það að ganga inn í ESB með land sem hefur ekkert upp á að bjóða nema eymd og volæði, örfáa íbúa sem spanna færra fólk en það sem býr á Heathrow flugvallasvæðinu í London og á ekkert nema skuldir.
Mér líst ekkert á þetta og segi því NEI við öllum slíkum tilburðum, og ég lít á að það sé landráð að koma okkur inn í ESB núna því það væri nánast það sama og að svipta okkur sjálfstæði og koma okkur undir aðra þjóð.
Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nákvæmlega það sem þeir eru að gera! Samfylkinguna ætti að kæra fyrir landráð, sem og marga aðra!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.