25 ára afmæli Sniglanna.

sniglamerki_svart.jpg

Ég óska Bifhjólasamtökum Lýðveldisins Sniglum hjartanlega til hamingju með 25 ára afmælið sem er í dag þann 01. apríl 2009.

Ég gekk í Sniglana fyrir 23 árum, eða þann 23. janúar 1986 og lít ég á Sniglana sem mína aðra fjölskyldu. Þar eru bestu vinir mínir og hafa verið um langt skeið.

Sniglarnir hafa mótað mig mikið í gegnum tíðina, en þar hef ég kynnst mörg hundruð manns sem ég þekki í dag um allan heim. Ef ég hefði sem dæmi ekki gengið í Sniglana, þá hefði ég aldrei kynnst höfðingjum á borð við Hjört Líklegan #56, Heidda #10, Bryndísi Guðjónsdóttur #66 eða Steina Tótu #161 svo dæmi séu tekin. Þetta eru aðeins örfá dæmi um aðila innan samtakanna sem göfga þá sem þeim kynnast og hafa mótandi áhrif á viðkomandi sem hreinlega gerir þá að heilsteyptari og betri einstaklingum. Þá eru margir ótaldir.

Sniglarnir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér vegna þess að innan raða Sniglanna er eins breið flóra af mannlífinu og hugsast getur. Jafn fjölbreitt og sú flóra manna sem maður mætir í Kringlunni á Þorláksmessu. Sjómenn, verkamenn, auglýsingateiknarar, verktakar, læknar, prestar, lögfræðingar og svo framvegis. Þá hafa safnast í raðir Snigla aðilar sem eru afar fróðir og hjálpsamir. Samkenndin og samstaðan hefur verið ótrúlega áberandi á meðal félagsmanna og hef ég aldrei kynnst öðru eins.

Sniglarnir hafa unnið meira starf í þágu mótorhjólamanna en dæmi eru um hjá nokkrum öðrum. Segja má að Sniglarnir séu rótin á trénu sem spannar hjólamenninguna í dag, alla klúbbastarfsemi og öll samskipti mótorhjólamanna. Þá voru Sniglarnir þegar farnir að skipta sér af hjálmlausum ökumönnum og illa búnum farartækjum í umferðinni þegar ég gekk í raðir þeirra svo saga umferðarátaks Sniglar nær nánast til upphafsins.

Margir klúbbar hafa verið stofnaðir upp úr Sniglum (þ.e. af meðlimum Sniglanna) sem ekki hefðu þekkst nema fyrir tilstilli Bifhjólasamtakanna. Því má segja að allir Bifhjólamenn landsins eigi Sniglum mikið að þakka, og að mínu mati eru saga Sniglanna stórlega vanmetin.

Megi Sniglar lengi við lýði verða.

OfurBaldur, Stoltur Snigill nr. 177


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband