Við hverju bjuggust þið? Þetta er fyrsta dæmið af mörgum.

bíllÞetta er aðeins fyrsta dæmið af mörgum sem við munum sjá á næstunni. Bankarnir eru ekki að hjálpa fólki.

Ég er með stórkostlegt mótorhjól árgerð 2006 til sölu sem er ekið innan við 10.000km. Stúlka ein reyndi að fá lán fyrir hjólinu en fékk ekki vegna þess að hún þarf að eiga í það minnsta 15 milljónir í fasteign (hreinni eign) til að geta fengið lánið. Svona er umhverfið í dag.

Ég keypti körfubíl á kr. 5.000.000.- á myntkörfuláni. Ég byrjaði á að greiða kr.87.000.- á mánuði en greiði í dag kr.172.000.- á mánuði. Sjóðurinn vill ekkert gera til að hjálpa mér og ég er alveg að lenda í vandræðum. Lánið er tekið til 5 ára og ég vil lengja það upp í 10-15 ár með möguleika á uppgreiðslu... en það er ekki um það að ræða.

Í Finnlandi fékk fólk að breyta húsnæðislánum sínum til 90 ára á lágum vöxtum og þar með réðu allir við að greiða af þeim. Það vantar allt hér. Bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu.

Fuck Icesave. Við eigum að lýsa því yfir á alþjóðagrunni að ríkið ætlar ekki að borga Icesave skuldirnar sem eru skuldir einstaklinga. Ekki frekar en skuldir annarra einstaklinga erlendis.

Fara í mál við Breta og setja allt fyrir alþjóðlega dómstóla. Vinna það með stæl og halda höfðinu hátt.

Þetta er vissulega sorglegt... en þetta er því miður örugglega bara eitt af mörgum dæmum sem munu nú fylgja í kjölfarið.


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þessi maður er hetja!!!!

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 19:07

2 identicon

Ég tek ofan af fyrir þessum kalli, en hey ertu ennþá með 8989898 ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Ólafur Gíslason

Það er auðvelt að tala digurbarkalega þegar stóri bróðir stendur fyrir aftan mann.  Ef við neitum að borga IceSafe þá fer stóri bróðir og hvað verðum við þá?  Við þurfum að átta okkur á að við erum bara örfáar hræður úti í ballarhafi sem öllum er sama um.  Við missum allan status á meðal þjóða með slíku ábyrgðarleysi að neita að gangast við þessu því við berum öll ábyrgð á ástandinum mþa kjósa yfir okkur þessa vitleysinga sem gerðu lagaumhverfið og síðan fóru allir af stað að taka allt of stór lán og auðvitað er þetta okkur sjálfum að kenna.  Það snéru allir við okkur bakinu þessa nokkra daga sem útlit var fyrir að við myndum ekki ætla að axla ábyrgð þarna í október/nóvember og Bretar beittu okkur hernaðaraðgerð og enginn af okkar bandamönnum sagði neitt við því af þvi að það leit út fyrir að við ætluðum að hegða okkur ekki eins og siðmenntuð þjóð.

Ólafur Gíslason, 17.6.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er með tillögu.

Landsmenn ættu að fjölmenna við eignir sökudólganna, bæði við sumarhúsin, einbýlishúsin, íbúðirnar, bíla og aðrar eigur þessara manna og eyðileggja þær. Það væri réttlæti í því. Og margur fengi útrás fyrir réttláta reiði sína í leiðinni.

Svona mætti skipuleggja og senda svo skilaboð í SMS eða tölvupósti, svo enginn viti fyrirfram hvert á að halda, nema þeir sem ætla og vilja vera með.  Ég hef grun um að það séu margir.

Dexter Morgan, 17.6.2009 kl. 23:30

5 identicon

Samkvæmt fréttum voru eignir þessa manns seldar á nauðungauppboði í nóvember s.l. Það þýðir að vanskil hans hafa byrjað mörgum mánuðum fyrir hrunið. Mér finnst að það vanti mikið í söguna bak við þetta.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:39

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ólafur, við eigum engan stóra bróðir. Við eigum reglugerðarverk evrópskt sem reyndist hriplekt og bannar okkur að upplýsa lekann. Það þarf að koma þessum fasa um að þetta sé okkur að kenna út úr umræðunni. Hvað gerði ég eða þú til að þjóðin yrði ábyrg fyrir glæpastarfssemi bankanna? Skrifuðum við upp á eitthvað? Ef að þetta verður til þess að skömmtunardeild ríkisins ákveður hver má kaupa ljósaperu eða vínpela eins og var hér áður fyrr þurfum við bara að taka því. Með meðfylgjandi Sjálfstæðis- Framsóknar og sennilega Samfylkingarspillingu. En við megum ekki skrifa upp á að börnin okkar borgi glæpi svíðinganna sem ganga enn lausir. Aldrei. Það gerði okkur líka að landráðamönnum.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.6.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Yfirvöld áttuðu sig ekki á að bankakerfið var gjaldþrota, og tóku það yfir.  Þar með byrjuðu leiðindin.

Af hverju mátti bankakerfið ekki verða gjaldþrota?  Pass.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.6.2009 kl. 00:26

8 identicon

Ólafur þetta er bölvað kjaftæði í þér, hinar þjóðirnar skipta sér ekki af þessu þar sem þeim er ekki blandað í þetta. Það hefur enginn snúið baki við okkur og engum verið blandað í málið.  Við eigum rétt á því að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla og fá um það skorið hvort okkur beri að borga þetta eður ei áður en sest verður við samningsborðið.  

Ef málið fer fyrir dómstóla og dæmt að okkur beri ekki að borga þetta þá hafa Bretar engann rétt á því að fara í fýlu og allt traust er hvort sem er farið fyrir bý og það að hneppa þjóðina í þrældóm leysir engann vanda.

Þjóðverjum tókst að vinna traust og tiltrú umheimsins eftir seinni heimstyrjöldina og brot þeirra gegn heiminum er margfallt meira alvarlegra og ógeðslegra en nokkurntímann Íslands.  Það að Ísland hafi átt stóran hlut í fjármála hruni heimsins er bull og vitleysa, skuldbindingar íslensku bankana námu um 8,5 milljörðum rétt fyrir bankahrunið og það er einungis dropi í hafið.

Gordon Brown notfærði sér sárindi Íslands til að finna blóraböggul og bjarga sínum eigin pólítíska ferli.  Millifærslurnar sem hann beitti hryðjuverkalögum gegn heilli þjóð hefðu miklu fremur átt að vera mál fyrir inter-pol og þessa menn átt að færa til saka en ekki heila þjóð.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:51

9 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Kæri Ólafur. Eins og komið hefur hér fram töpum við engu á því að fara með Icesave bullið fyrir alþjóðadómstóla. Við höfum hins vegar allt að græða.

Einangrun á alþjóðagrundvelli er ekki fyrir hendi ef okkur er dæmt í vil. Svo mikið er víst. Það á ekki að stinga hausnum í sandinn vegna þess að við erum fámenn þjóð og láta taka okkur í ósmurt af þeim sökum. Mundu að Davíð sigraði risann Golíat.

Ég veit ekki til þess að Nígería hafi borgað skuldir sem Nígeríusvindlarar hafa haft af okkar fólki með alls kyns netsvindli og skreiðakaupum. Þar er um að ræða einstaklinga sem eru að svindla. Ekki er Sómalíustjórn að greiða fyrir syndir sjóræningja þar í landi. Nei við eigum ekki að borga þegar aðrir eru að svindla og svíkja. Nær væri að framselja þá þegar sú krafa kemur upp að rétta yfir þeim á erlendri grund.

Við erum og höfum alltaf verið stolt þjóð. Við erum stór og sterk. Við eigum fallegustu konur heims og hraustustu karlmenn veraldar ef tekið er tillit til afreka okkur á báðum sviðum með tilliti til höfðatölu. Við erum víkingar og eigum að vera stolt af arfleið okkar. Áfram Ísland.

Baldur Sigurðarson, 18.6.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband