Loksins eitthvað af viti.

aaaaaaaaa.jpgÞarna er ég stoltur af stjórnvöldum. Að mínu áliti má vel hækka gjöld á óþarfa eins og sykrað gos og sælgæti. Ég drekk mikið gos og borða talsvert af sælgæti, en það get ég vel minnkað.

Hins vegar get ég ekki leyft mér að keyra minna en ég geri í dag og því er ég ósammála bensínálögum og bifreiðagjöldum hverskonar. Það á að sjálfsögðu að hækka tolla og virðisaukaskatt á óþarfavörur að mínu mati, en ekki á brauð og mjólk.

Á meðal þess sem ég væri til í að sjá hækkun á tímabundið er meðal annars þetta: skartgripir, snyrtivörur, hljómflutningstæki, aukahlutir á bíla og þessháttar.

Það er ljóst að við getum ekki stungið hausnum í sandinn og vonað það besta. Það þarf að bregðast við og með þessari hækkun á sælgæti og gos finnst mér rétt skref stigið. Ég myndi vilja hækka verð á tóbaki um í það minnsta annað eins og það kostar í dag.

Lifið heil.


mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú áttar þig samt á því Baldur að allar skattahækkanir skila sér út í neysluvísitölu sem hefur áhrif á allt verðlag og verðbólgu.  Hækkar afborganir af bílum, húsnæði og öðru sem er væntanlega bara óþarfi líka ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Já ég átta mig fullkomlega á því. Þess vegna finnst mér að það mætti lækka álögur á neysluvörur eins og brauð, mjólk, strigaskó og stígvél svo eitthvað sé nefnt. Í það minnsta nokkra vöruflokka sem maður kemst ekki hjá því að kaupa.

Svo á að hætta þessari heimkulegu vísitölutengingu við lánin okkar. Bara klippa á hana.

Baldur Sigurðarson, 19.6.2009 kl. 20:14

3 identicon

Þar er ég algerlega sammála þeas með að klippa á þessa blessuðu vísitölutengingu.

Hinsvegar væri mín leið til að laga efnahagsástandið ekki að hækka neina skatta.  Þar sem það hefur áðurnefnd áhrif.

Ég myndi vilja gera greiðslu í lífeyrissjóði valfrjálsa.  Þá gæti fólk verið komið með 8-12% kauphækkun ef það fengi mótframlagið og allt saman greitt út í hönd.   Fólkið myndi jafnframt greiða skatta af þessu og við það myndu skatttekjur aukast sem nemur tekju hækkun landsmanna.

Skera þarf niður á ýmsum stöðum og myndi ég helst vilja sjá það gert í bankakerfinu.  Ég myndi vilja loka öllum bönkunum og opna 1 ríkisbanka.  Skilja skuldirnar og allt klabbið eftir í þrotabúum gömlu bankanna. 

Það sem þarf síðan að gera til að koma landinu í rétt horf aftur er að auka útflutning og minnka innflutning.   Byrja að framleiða allt sem við mögulega getum gert sjálf.   Það er bæði gjaldeyrissparandi og atvinnuskapandi.

Það er helling sem við eigum sem við getum flutt út.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þú áttar þig kannski líka á að fátt er eins varanlegt og tímabundinn skattur og bráðabirgðarlög.

Villi Asgeirsson, 22.6.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Heyr Heyr Arnar Geir. Bankar eiga að mínu áliti að vera í ríkiseigu og það á aldrei að selja nema sem nemur í mesta lagi 2-3% í banka til hvers hluthafa í senn og aldrei meira en sem nemur 49% svo ríkið sé alltaf með meirihluta, bæði hvað varðar meirihlutaeign og meirihlutastjórn.

Menn eins og Margeir Pétursson geta svo opnað sína einka-banka ef þeim sýnist svo og geta þá unnið traust almennings með tímanum. Þó þarf að vera mjög stíft eftirlit og þá meina ég MJÖG STÍFT EFTIRLIT með slíkum bönkum svo þeir séu ekki að greiða vexti með nýju hlutafé.

Baldur Sigurðarson, 3.7.2009 kl. 01:00

6 identicon

Það var lagt upp með dreifða eignaraðild að bönkunum þegar þeir voru einkvæddir.  Það voru samfylkingarmenn sem mældu gegn því á sínum tíma.  Ég skil samt ekkert í Davíð Oddsyni að hafa haldið áfram með einkavæðinguna þrátt fyrir að dreiða eignaraðildin hafi ekki verið samþykkt á þingi.

Jafnframt var kaupverðið á bönkunum fyrir neðan allar hellur og segja sumir að þetta voru peningar sem þeir hafi ekki einu sinni átt til heldur hreinlega labbað inní bankageymslu og sótt sér peninga til að borga fyrir bankann.

Og svo síðast en ekki sýst þá brást allt eftirlit með bönkunum.

Ég er alfarið á móti því að ríkið eigi og reki marga banka þar sem það er út í hróa hött að ríkið sé stöðugt í samkeppni við sjálft sig.   Ríkið ætti að vera með einn banka sem fylgir stýrivaxta stefnunni.  Það væri þá öruggasti bankinn en einkabankar gætu reynt að hösla sér völl eins og þú talar um og fengið að reyna að bjóða betur.

Það sem að fór samt verst af öllu var hvað hlutubréfa markaðurinn var algerlega frjáls.  Stóru hluthafarnir hreinlega rændu litlu hluthafana með bellibrögðum og peninga tilfærslum.  Svo tókst þeim að hækka verðgildi þessara skeinipappíra þannig að þeir gátu fengið lán eins og þeir vildu og þeir skófluðu þessu lánsfé öllu saman útúr fyrirtækjunum inní falda bankareikninga.  Og síðan eigum við almenningur að taka allan áhættuna og ábirgðina af því að menn voru of gráðugir í að lána peningana sína að þeir hreinlega gleymdu að hugsa hvort hlutirnir gætu virkilega gengið upp. 

En jæja þú veist þetta væntanlega allt saman þannig ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili :)  Hafðu það gott um helgina Baldur.

ps. varstu búinn að lesa greinina sem ég skrifaði í gær ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband