18.9.2009 | 20:01
Í mál vegna IceSave og það stax. Nota tækifærið.
Nú er kominn tími til að gefa skít í Bresk og Hollensk stjórnvöld hvað IceSave bullið varðar og það útskýri ég svona...
Þar sem Bretar og Hollendingar hafa nú fellt þá samninga sem þeim hafa verið boðnir vegna IceSave á grunni þess að ríkisábyrgð renni út eftir 15 ár, eða árið 2024, eigum við að gefa skít í þá.
Það er vitað að þjóðinni hefur verið haldið frá sannleikanum um IceSave frá upphafi og við höfum fengið upplýsingarnar í smá skömmtum eftir því sem fréttamenn og rannsóknarblaðamenn hafa grafist fyrir um málið. Þá finnst stjórnmálamönnum ekki koma þjóðinni við hvað verið er að semja um nema þegar þeir neyðast til að standa fyrir málið sínu.
Það er engin ríkis ábyrgð á IceSave. Bankarnir voru stofnaðir af einkaaðilum og því bera þeir ábyrgð. Einu aðilarnir sem bera ábyrgð ásamt þeim eru Bresk og Hollensk stjórnvöld.
Nú eigum við að neita að borga. Engar samningaviðræður meir og ekkert málþóf. Bara segja NEI VIÐ BORGUM EKKI. Við verðum spurð "Af hverju?" og við svörum, vegna þess að við berum ekki ábyrgð á gjörðum þessara manna.
Ekki hafa Nígerísk stjórnvöld greitt fyrir Skreiðaþjófnað síns fólks frá Íslandi, enda um einkaframkvæmd að ræða. Það borgar ekkert ríki fyrir tjón sem einkaaðili veldur í sínum rekstri. Ef ég stofna ávísanareikning í Bretlandi og svík út 10 milljónir, þá hlaupa Íslensk stjórnvöld ekki til og borga fyrir mig. Ónei.
En hvað á að gera?
Við neitum að borga á þeim grunni að við viljum fara með málið fyrir dómstóla. Þar sem Bretar og Hollendingar eru ekki með sameiginlegt ríkjabandalag við Ísland og segja að það sé enginn alþjóðlegur dómstóll sem geti dæmt í málinu byrjum við á að láta dæma í málinu hér heima fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en þar er varnarþing Íslenska Ríkisins.
Þegar þeir eru búnir að komast að þeirri niðurstöðu að við eigum ekki að borga förum við með málið fyrir Hæstarétt Íslands og látum dæma í því þar. Þá kemur væntanlega sama niðurstaða, og við eigum ekki að borga þar sem við berum ekki ábyrgð skv. íslenskum lögum.
Og hvað gera hinir þá?
Bretar og Hollendingar verða væntanlega æfir (þ.e.a.s. stjórnvöld) og fara með málið fyrir dómstóla þar í löndum. Og viti menn... þar verður sama niðurstaða. Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð og þeir verða að taka skellinn sjálfir vegna eftirlitsleysis þar á bæ. Kemur okkur einfaldlega ekki við.
Afleiðingar:
Margir óttast afleiðingarnar, en það þarf ekki. Ef við vinnum málið fyrir dómstólum verða menn að hlíta því. Ekki gleyma að Bretar eru 78 milljón manns og þeir eru til að mynda háðir fiskinum okkar. En segjum svo að þeir eigi nóg af fiski... hvað þá og hvað með Hollendinga?
Jú þeir gætu farið að setja á okkur viðskiptahömlur, en þá getum við farið með það fyrir alþjóðadómstóla og við getum ekki annað en unnið þau mál þar vegna þess að slíkar viðskiptahömlur eru ólöglegar með öllu.
Við förum eins og skot í mál við Breta fyrir að beita okkur hryðjuverkalögum og fyrir að frysta eignir á þeim grunni á meðan eignirnar féllu í verði í takt við aðrar eignir í Bretlandi. Í slíkum málaferlum fengjum við sennilega hundruð, eða jafnvel þúsundir milljarða.
Við förum að sjálfsögðu líka í mál við Hollendinga fyrir að þröngva okkur til að taka þvingandi áákvarðanir varðandi byrgð sem við eigum ekki að bera. Þar koma margir milljarðar til viðbótar.
Við förum í mál við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn fyrir að neita að láta okkur hafa þann pening sem okkur ber á grunni þessara heimskulegu IceSave Einkaskulda. Þar fáum við nokkur þúsund milljarða þar sem þjóðin hefur fengið að svelta fyrir þeirra gjörðir.
Við förum í mál við alla sem við getum sem hafa þvingað okkur í þessu máli og förum í skaðabótamál við alla slíka aðila.
Þegar öllu er á botninn hvolft stöndum við uppi með pálmann í höndunum. Eigum þúsundir milljarða og erum á grænni grein. Þessa peninga getum við notað til að eltast við helvíska útrásarvíkingana og koma þeim fyrir kattarnef.
Kreppan yrði búin hjá okkur og við myndum líta bjartari tíma... reynslunni ríkari.
Lifið heil.
Aðeins hægt að breyta Icesave-lögum á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allir standa saman. Þetta eru skilboð frá ríksistjórn. Við skulum fara í "buissness" . Við höfum fulllan stuðning allra Íslendinga.
Eggert Guðmundsson, 18.9.2009 kl. 20:41
Lifir Byltingin... munum við hrópa saman úti á götu fljótlega ef af lyktum lætur.
Baldur Sigurðarson, 18.9.2009 kl. 21:33
Ég er þér sammála að lang flestu leiti.
Hvað segiru Baldur fer ekki að koma tími á hitting til að skipuleggja alvöru byltingu á þessu landi ? ;)
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.