12.12.2009 | 00:18
Voðaleg viðkvæmni er þetta...
Gerði þessi manneskja sér enga grein fyrir freistingunum sem Tiger yrði fyrir þegar hún valdi hann sem lífsförunaut?
Ef mann langar í ís... og maður má ekki fá ís... þá hættir mann ekkert að langa í ís.
Hún hefði frekar átt að átta sig á raunveruleikanum en að vera að þessu væli. Hann er jú einu sinni karlmaður... ekki satt?
Tiger hættir keppni ótímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og er framhjáhald þá bara sálfsagður hlutur afþví að við erum karlmenn ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 13:50
Það er spurning. Ef ég fæ mér Ferrari bíl... þá geri ég mér alveg grein fyrir því að aðrir eru sjúkir í hann og allir vilja prófa.
Ef ég fæ mér Pontiac Grand Am, þá er ég með traustan fjölskyldubíl sem ég get verið viss um að fá að hafa í friði.
Ég hef aldrey heyrt söguna af stóðhestinum sem var hryssunni sinni trúr, nú eða fresskettinum sem hélt sig við eina læðu... nú eða hundinum... hananum... hrútnum... o.s.frv.
Kvenkynið er þannig innstillt að það velur sér maka... ekki satt? Þess vegna er ekki annað en sjálfsagt að konur séu mönnum sínum trúar, enda hálfgerð eign, ef út í það er farið.
Karlkynið er leitandi og sækjandi allt lífið. Af hverju skyldu bara vera strippbúllur fyrir karlmenn? Svoleiðis búllur fyrir kvenfólk ganga ekki einu sinni í milljónaborgum nema þær séu fyrir homma líka til að fá fjöldann inn.
Spurning um að vanda valið í stað þess að veðja á rangan hest. Við hverju bjóst hún
Baldur Sigurðarson, 20.12.2009 kl. 23:40
Tjah þegar karlmenn gifta sig eða fara í sambúð þá fylgir því yfirleitt loforð um að vera trúr.
Ef karlmenn geta ekki stillt sig um það þá er spurning hvort þeir eigi þá ekki bara að vera ekki giftir.
Ég allavega hef engan áhuga á að sænga með annari konu en minni eigin sem er jú kannski ástæðan fyrir því að hún er mín eiginkona en ekki bara bólfélagi ??
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.