3.3.2010 | 10:37
Engin undanþága í Stjórnarskrá. Bera skal undir þjóðaratkvæði.
Í Stjórnarskránni er engin undanþáguheimild fyrir því að sleppa megi við þjóðaratkvæðagreiðslu. Alveg sama hvernig á það er litið. Ef Forsetinn synjar lögum staðfestingar skal bera lögin undir þjóðina.
Lesið nú vel:
Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Ekki veit ég hvað þessir plebbar eru að spá en það er alveg sama hvort nýtt tilboð kemur, eða hvort skrifað er undir eitthvað nýtt... það ber að kjósa um málið í leynilegri kosningu..No Matter What.
Ég er til dæmis löngu búinn að fara niður í Laugardalshöll og kjósa um IceSave lögin. Ég tók sama pól í hæðina og okkar ástkæri Forseti, Ólafur Ragnar, og merkti við "NEI".
Ef þjóðaratkvæðagreiðslan verður tekin af verður Stjórnarskráin brotin af þingmönnum í annað sinn á skömmum tíma. Það gerðist þegar fíflin Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson drógu fjölmiðlafrumvarpið til baka og höfðu af okkur þjóðaratkvæðagreiðsluna. Enginn kærði og er það miður.
Nú er staðan önnur að því leyti að nú er ég búinn að kjósa og ef þau brjóta minn stjórnarskrárbundna rétt til að kjósa og ómerkja mitt atkvæði mun ég kæra af fullum þunga. Ég mun hvetja alla sem ég kemst í tæri við til að gera slíkt hið sama.
Þessa dagana uppfæri ég status minn á FaceBook á u.þ.b. þriggja tíma fresti þar sem ég hvet fólk til að fara að kjósa. Því fleiri sem þangað fara... því sterkari málstað höfum við sem viljum að fólk fái að nota sinn stjórnarskrárbundna rétt. Því bið ég ykkur um að vera vakandi yfir því að hvetja ykkar samferðarmenn.
Lifðið heil.
OfurBaldur.
Þjóðaratkvæði í skugga óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.