Samfylkingin er orðin hálfgerður Kvennalisti...

Það er engu líkara en að draumur Ingibjargar sé að gera Samfylkinguna að Kvennalista, enda er hún langt komn með það. Það þarf konu til að gera þetta og það þarf konu til að gera hitt. Það er eins og það sé ekki til sá karlmaður sem hefur jafnréttismál að leiðarljósi. Mín skoðun er sú að kvennréttindi séu tekn langt fram yfir jafnrétti að mati Ingibjargar.
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég sem kona er hundleið á þessu kvenna þetta og kvenna hitt kjaftæði. Hef gagnrýnt það mjög í tveimur pistlum á minni síðu. Ég er jafnréttissinni en ekki kvenréttindakona. Þoli ekki þessar kyngreiningar á mannréttindum. Velkominn á bloggið OfurBaldur

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 02:38

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

"Jafnrétti" er ekki bara stytting úr "jafnrétti kynjanna", ef og þegar hugtakið "Jafnrétti" fær aftur almenna merkingu hjá jafnaðarmannaflokki Íslands víðari en bara stytting úr "jafnrétti kynjanna" munu renna upp nýjir tímar hjá flokknum. Krafan um jafnrétti meðal kvenna og meðal karla og milli landshluta og milli barna og meðal karla og kvenna almennt og yfirleitt er ekki síður í þágu kvenna en karla.

Helgi Jóhann Hauksson, 15.4.2007 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband