16.4.2007 | 23:56
Naglar eru nauđsyn.
Ég held ađ margir ţeirra sem tala hvađ mest um nagladekkin lifi í heimi fordóma og ţekkingaleysis. Ég er utan af landi og ţekki nauđsyn nagladekkja af eigin raun. Ţćr ađstćđur geta skapast ađ naglar séu algerlega nauđsynlegir og ađ bílar sem eru á svokölluđum heilsársdekkjum komast hvorki lönd né strönd.
Ţeir eru margir sem fullyrđa ađ svifrik sé af völdum nagladekkja, en gleyma ţví ađ mesta slit gatnakerfisins er ađ völdum saltburđar, og ţá má taka fram ađ saltiđ er oft blandađ vikursalla sem rífur göturnar niđur, líka ţegar naglalaus dekk trođa á sallanum.
Ţegar snjór er tekinn sem er 0°c heitur og í hann er blandađ salt, getur hann frosiđ niđur í allt ađ -20°c. Ţetta er alkunna. Ţegar yfirborđ vegarins er fryst skyndilega skreppa steinefnin saman vegna hitaţenslu, losna frá asfaltinu og kroppast upp međ umferđinni. Ţegar steinefnin vantar aka bílarnir á tjöru sem eyđist mjög hratt.
Ef göturnar vćru steyptar myndu ţćr endast án viđhalds í 20-30 ár og eru dćmi um steyptar götur hér á landi sem eru orđar 40 ára gamlar, og enn í fínu standi. Hvorki saltiđ né nagladekkin tćta ţessar götur upp og er mér ţví spurn hvers vegna ekki er gert meira af ţví ađ steypa ţungar umferđargötur eins og gert er í Ţýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum svo dćmi sé tekiđ.
Ég er ekki sammála ţessu međ falsa öryggiđ. Ég ek um á nagladekkjum á mínum bílum og mun gera ţađ svo lengi sem ég hef til ţess leyfi. Naglarnir hafa forđađ mér frá árekstri oftar en einu sinni.
Hver bíll sem ekur á nöglum tćtir upp tćpt hálft kíló af malbiki á heilum vetri umfram ţá sem ekki aka á nöglum. Ţeir naglalausu slíta líka malbiki. Hálft kíló er hálf mjólkurferna. Mér finnst hálft kíló af malbiki á ári ekki mikiđ mál ef börnin mín eru öruggari í bílnum hjá mér fyrir vikiđ.
Naglarnir gera bíla á ţjóđvegunum öruggari og rásfastari, og ţurfa ekki ađ bjarga mörgum mannslífum til ađ mér finnist ţeir eiga fullan rétt á sér.
Tími nagladekkjanna er liđinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ef ekki heilsársdekk ţá bara harđkornadekk eđa loftbóludekk...eitthvađ annađ en ţetta naglarugl og einstrengingslegar skođanir á ţeim.
Davíđ Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 08:25
Mætti kannski benda Davíð á að það eru til vetrardekk. Skil ekki hvernig harðkornadekk eða loftbóludekk urðu eini valkosturinn á móti nagladekkjum. Nagladekk eru negld vetrardekk en ekki einhver sérkapítuli. Getur í flestum tilfellum fengið sömu dekk án nagla. Vil samt benda fólki á að leita sér ráða hjá óháðum hjólbarðaverkstæðum áður en það tekur ákvörðun um harðkornadekk eða loftbóludekk sem er bara vörulína frá ákveðnum framleiðendum. Bæði hafa sína kosti en einnig ókosti. Vil líka benda á að ef enginn æki á nagladekkjum hvernig á þá að brjóta upp malbikið svo grip fáist í dekkin ? Væri gaman að sjá útkomuna ef hálka myndaðist á rennisléttu malbikinu.
Scorpion (IP-tala skráđ) 19.4.2007 kl. 00:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.