Fermingaaldurinn á að miðast við 18 ár.

FermingabörnÞegar börn eru fermd eru þau látin játa það að þau geri Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns, fyrir lífs tíð. 13-14 ára börn eru að mínu mati ekki í stakk búin að taka slíka ákvörðun og finnst mér hræsni í meira lagi að kirkjan skuli líða það að börn séu látin taka slíka ákvörðun.

Ég er á því að það beri að hækka ferminga-aldurinn til jafns við sjálfræðisaldurinn, þannig að enginn fermist fyrr en hann/hún hefur náð fullum 18 ára aldri. Þá kemur betur fram hver er að fermast trúarinnar vegna, en það segi ég vegna þess að ég fermdist sjálfur af félagslegum ástæðum.

Ég var ekki trúaður þegar ég fermdist, en ég var til í að fermast þar sem ég fékk fína veislu, fullt af peningum og gjöfum, og vegna þess að allir í bekknum mínum voru að fermast á sama tíma.

Ég vil að kirkjan sé sjálfri sér samkvæm, fylgi vegi sannleika og heiðarleika ef hún presenterar að aðrir eigi að gera það, og því á enginn að fermast fyrr en hann hefur þroska til að taka svo veigamikla ákvörðun sem fermingin hefur í för með sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Heyr Heyr... þá væri hægt að nota fermingapeninginn í útborgun í íbúð og foreldrarnir lausir við krakkana mun fyrr......

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 26.4.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband