5.11.2008 | 08:56
Furðulegt. Alveg stórfurðulegt.
Skjöldur getur svo sem vel sungið og flutningurinn á tónlistinni gæti örugglega verið verri.
Myndbandið er hinsvegar alveg hræðilegt. Mér finnst ömurlegt að horfa á karlmenn sem eru að reyna að vera konur. Naglalakkaðir, jafnvel í rauðum latexgöllum með fjaðrir út úr eyrunum eins og maður sér stundum. Smekklegt ha.
Bubbi er holdgerfingur karlmennskunnar og það á ekki að drepa niður hans karlmannlegu ímind með svona viðbjóði. Ef þetta er það sem Skjöldur hefur fram til tónlistarmála að leggja, þá vona ég að hann leiti á önnur mið í framtíðinni.
Mér finnst persónulega að hann eigi að halda sínum hommatilburðum út af fyrir sig. það er óþarfi að mínu mati að hafa þetta fyrir börnunum okkar sem við reynum að ala upp í "eðlilegu" umhverfi.
Bubba finnst ábreiða Skjaldar krúttleg | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Æi ertu nú ekki svolítið að reyna að hneyksla núna? Ég vona allavega að þú alir ekki börnin þín upp í því að þau hafi rétt til að líta niður á fólk sem er ''öðruvísi'' en við hin sem teljum okkur svo svakalega normal og heilbrigð.
Svo er annað mál hvað þér finnst um tónlistina, flutninginn og framsetninguna.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2008 kl. 10:08
Alveg skiljanlegt að þetta sé umdeilt enda tímarnir breyst mikið síðan Bubbi var í skýjunum. En eins og áður sagði, tímarnir breytast og fólkið með (sumt).
Ætla ekki að agnúast út í Baldur, hans skoðun en ég sé ekki alveg hvað er að þessum flutningi. Hann kysi kannski að halda gamal pakkanum þar sem boðskapurinn var dóp, drykkja, svall, sukk og svínarí? Nei, held að snoppufríður drengur með kvenlega takta sé þó skárra en það.
Fannst nú reyndar útlitið á honum minna meira á fígúru úr Matrix, var fátt kvenlegt við þær...um hreyfingar og atgerfi er ekki sömu sögu að segja. Gæti trúað að sami aðili hafi séð um þetta myndband og gerði Páls Óskars myndbandið.
Ellert Júlíusson, 5.11.2008 kl. 10:52
Það eina sem er alveg fáránlegt og þess virði að skjóta einhvern útaf er þessi þýðing: ábreiða!
halkatla, 5.11.2008 kl. 12:13
Sammála Anna Karen. Það er ekki bara fáránlegt að tala um ábreiðu, heldur afar ósmekklegt, ekki síst í þessu samhengi.
Baldur Sigurðarson, 7.11.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.