Dýpri rætur... Mun dýpri rætur...

geir_h_haarde01.jpgÉg tel að kreppan eigi sér nú mun dýpri rætur en svo að Geir verði kennt um það að hafa valdið hruninu á heimsvísu. Hann á kannski sök á kreppunni hér heima í takt við aðra Sjálfstæðismenn með dyggir hjálp Framsóknarmanna með óvarfærnum ákvörðunum í einkavæðingarátt.Þó held ég að Davíð Oddsson og Friðrik Sóphusson eigi þar stærri sök en Geir.

Ég kenni auðvaldsstefnu og einkavinavæðingarstefnu ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til margra ára um kreppuna hérlendis. Salan (gjöfin) á SR Mjöli er með því fyrsta., Salan (gjöfin) á Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, Úthlutun Fiskveiðiheimilda (Kvótinn) og svo koll af kolli.

Nú þegar Kvótinn er kominn í 98% eigu ríkisins aftur vegna veðsetningar kvótans í bönkum, þá vill Geir selja hann aftur einkaaðilum á brunaútsölu. Hann vill líka selja bankana aftur til einkaaðila þrátt fyrir allt. Það er ekki einu sinni búið að rannsaka hrunið þegar Sjálfstæðismenn vilja selja auðmönnunum þá aftur.

Ég kenni líka þeim um sem hafa verið ötulir við að ræna Ísland... Slíkir menn heita Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Bjarni Ármannsson, Finnur Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og margir fleiri eiga heima á þeim lista.

Við hefðum getað staðið upprétt og horft á kreppuna allt í kringum Ísland, en hún hefði aldrei þurft að koma hingað. Kreppa alheimsins er ekki nokkrum einasta Íslendingi að kenna. Ekki einu sinni Björgólfi eða Jóni Ásgeiri... Hvað þá Geir.


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Góð greining hjá þér, ég er henni alveg sammála. Geir ber aðeins lítinn hluta af okkar vandræðum, Davíð miklu meiri og íslendingar höfðu lítil sem engin áhrif á heimskreppuna.

Mofi, 26.1.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Takk fyrir það vinur.

Baldur Sigurðarson, 26.1.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband