Stjórnarsamstarfi lokið... Hvað næst?

stjornarsamstarfi_loki.jpgÞó ég sé ekki oft sammála Geir H. Haarde, þá er ég sammála honum um að Samfylkingin er sundurtætt þessa dagana. Ég sé ekki hver hefði átt að taka við forsætisráðherrastólnum að svo stöddu. Össur kannski. Ég held ekki.

Spurning hvort stutt sé í að Sjálfstæðisflokkurinn liðist í sundur eins og Samfylkingin. Það kemur í ljós.

Sennilega hefðu mótmælin bara haldið áfram hefði þessi ríkisstjórn haldið velli með breyttu fyrirkomulagi því ég sé ekki að Samfylkingin hefði verið með lausnina á reiðum höndum frekar en aðrir. Ég er uggandi um framhaldið.

Nú sitja í það minnsta allir við sama borð ef kosið verður í maí, svo nú sér maður kannski eitthvað gerast. Maður er bara hræddur um að loforðin sem gefin verða á næstu dögum verði svikin. Ég mun að óbreyttu kjósa Frjálslynda næst, því það er eini flokkurinn sem ég hef ekki séð ganga á bak orða sinna til þessa.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú ekki séð frjálslindaflokkinn segja eða gera neitt yfirhöfuð ? Var farinn að halda að þeir hefðu gefist upp leyst upp flokkinn og farið heim með sín 3.7%..

Davíð (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Við skulum nú vona að það gerist ekki. Gott að hafa þá svona með... ekki satt?

Baldur Sigurðarson, 26.1.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband