Hvalveiðar er málið. Því meira, því betra.

johanna_sigur_ardottir01.jpgÞetta þráláta bull um að hvalir séu í útrýmingarhættu er nú orðið nokkuð þreytandi. Ég er fyrrum sjómaður og veit að árið 91 og 92 þegar ég var sem mest á sjónum gat maður verið nokkur vegin viss um að sjá hval, hvar sem maður var staddur á skipinu, svo lengi sem það var bærilegt veður. Þeir skipta hundruðum þúsunda þessar skepnur.

Í dag eru þeir miklu fleiri enda gera hvalaskoðunarbátar út á að það sé öruggt að sjá hval, ef ekki, þá fæst miðinn endurgreiddur.

Hvalaverndun snýst bara um eitt. Og það er að raka saman fé af illa upplýstu einmana forríku fólki sem heldur að það sé að gera heiminum gagn. Hvalurinn étur svo mikið af fiski að það er óhugnanlegt. Einhverra hluta vegna er ekki eytt milljónum í að merkja hvalastofninn til að gera sér grein fyrir stærð hans, og það er nákvæmlega vegna þess að það er ekki hagkvæmt fyrir þá sem standa í hvalafriðun, og þeir eru háværastir.

Munið bara máltækið: Hæst bylur í tómri tunnu.

Nú vill Jóhanna Sigurðardóttir (sem langar að verða forsætisráðherra)  afturkalla heimild til hvalveiða þegar og ef ný ríkisstjórn hennar tekur við völdum. Hvað er Jóhanna að spá?

Hefur hún ekkert peningavit? Ég man vel hvernig hennar stjórnartíð var þegar hún var í heilbrigðisráðuneytinu og hvernig peningastjórnunin var þar. Ég man eftir niðurskurðinum sem þurfti að fara í á eftir. En er ég sá eini sem man það?

Nú vill hún ekki skera niður í heilbrigðisgeiranum, nákvæmlega eins og síðast, og vill ekki auka tekjur þjóðarbúsins með hvalveiðum, og Steingrímur vill skila láninu frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og svo framvegis... Hvað er þetta fólk að spá?

Ég er búinn að bíða þessarar stundar lengi. Bíða þess að auðvaldsseggirnir og spillingarráðherrarnir hrökklist frá völdum svo almennilegt fólk komist að, og hvað þá? Er þetta það sem manni er boðið uppá?

Hvað á þá að gera? það er ekki nóg að tala um að það verði að hlúa að fólki og hlúa að heimilunum í landinu og hlúa að þessu og hlúa að hinu.

ÞAÐ VERÐUR AÐ GERA EITTHVAÐ Í MÁLUNUM OG ÞAÐ ÞARF AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐ TIL STENDUR AÐ GERA.

Við héldum í miðju "góðærinu" að peningarnir yxu á trjánum, því Geir H. Haarde sagði okkur það, og Hannes Smárason sýndi okkur hvernig það virkaði, en það var tálsýn, og staðreyndin er sú að við verðum að afla okkur tekna, meðal annars með hvalveiðum.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins er maður dagsins að mínu mati. Hann áttar sig á því hve mikið er til af hval í sjónum og þeim skaða sem hvalir valda mannkyninu daglega með ofáti sínu, enda er Guðjón, eins og ég, fyrrum sjómaður.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvalina er ég algerlega sammála að eigi að veiða.  Það er nóg til af þeim.  Þetta rugl í SAF um að hvalaskoðun eigi eftir að minnka er kjaftæði.  Ástæða þess að hún nýtur sívaxandi vinsælda tel ég vera að umræðan hefur einmitt verið svo mikil um hana að það geri ekki neitt nema gera henni gott.  Í því samhengi mætti benda á að "Slæmt umtal vekur meiri athygli en ekkert umtal"

Ég er sammála Steingrími í því að við ættum að skila þessu alþjóðaglajdeyrisláni.   Ef ekki á að nota þessa peninga þá eru þeir tilgangslausir.  Að halda að vaxtagreiðslur auki á stöðugleika fjármálakerfisins þykir mér bara kjánalegt.  IceSave ætti heldur ekki að setja á herðar almennings.  Bankana á að setja í þrot og stofna bara 1 nýjann ríkisrekinn banka.  Erlendir lánadrottnar geta svo bara pikkað í þau veð sem þau tóku og þrotabúið.  Ríkið getur fullvell stofnað nýjann banka og tryggt það að innistæður fólksins fáist endurlífgaðar í þeim nýja banka.

Jafnframt myndi ég vilja sjá breytingar á íbúðalánasjóði.   Aðrar norðurlanda þjóðir bjóða uppá 90% lán til 80 ára.  Það væri nær ef fólk gæti borgað 20-50 þús af húsnæði í staðin fyrir 150 þús.  Þá gætum við jafnvel tekist á við einhverjar skattahækkanir í kjölfarið.

Ég get samt engann veginn sagt að ég sé sáttur við þessa ríkisstjórn enn ég er að leggja dragirnar að nýjm flokk sem ég ætla með í framboð.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Líst vel á að stofna flokk með alvöru hugsjón. Ég er sammála því að skila láninu ef það á ekki að nota það. þó finnst mér það ekki tímabært núna. Það má alveg hanga á því eitthvað lengur.

IceSave er náttúrulega bara sorgarsaga og ég skil ekki Breta að leysa ekki bara málið og lána okkur fyrir þessu á hagstæðum vöxtum. Þetta eru smáaurar fyrir 78milljóna samfélag og þá er málið leyst.

Baldur Sigurðarson, 30.1.2009 kl. 11:19

3 identicon

Afhverju á íslenska þjóðin að taka þetta á sig ?  Afhverju eigum við að fá lán hjá bretum til þess að borga þetta ?

Lög kveða á um að við eigum að vera með tryggingasjóð sem eigi að styðja við bakið á bönkum sem fara í þrot.  Það gerði enginn ráð fyrir að allt kerfið myndi hrynja.

Þessi sjóður er til og þar sem að Glitnir varð fyrri til að falla hefðum við getað sett hann á hausinn og notað tryggingasjóðinn í að bjarga innistæðum fólks.  Bresk yfirvöld hefði síðan bara tekið fasteignir í bretlandi og annarstaðar í evrópu úr þrotabúi bankans og við værum laus við þetta.

Ég tel það ekki ásættanlegt að skuldsetja heila þjóð útaf mistökum í "einkafyrirtæki" sem nokkrir menn áttu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband