Rússnesk járnbrautarkirkja

russnesk_kirkja.jpgRússar kunna sko að bjarga sér. Hér á landi keppast menn hverjir um aðra þvera í að safna tugum og jafnvel hundruðum milljóna til að byggja glæsilegar kirkjur og/eða rífa gamlar og endurbyggja með því að nota gamla timbrið aftur svo allt sé nú sem upprunalegast.

En Rússar hugsa meira um trúna en trúarsnobbið sem við höfum svo mikið af. Hér er semsagt gamall ál-járnbrautarvagn sem hafði verið lagður af og hans beið ekkert annað en eyðilegging. En gott ál ryðgar ekki og endist ótrúlega vel.

Þá datt einhverjum það snilldarráð í hug að nota hann í kirkjubyggingu. Spurning um hvort við ættum að nýta gamla gáma í kirkjur í framtíðinni. Takið eftir turninum.

russnesk_kirkja_02.jpg Í einhverjum tilfellum hafa þeir svo lagt saman tvo vagna eða fleyri, rifið innri hliðarnar úr til að búa til meira rými fyrir kirkjugesti.

Svo er hægt að nota nærliggjandi vagna fyrir safnaðarheimili, fermingarfræðslur í kristnum söfnuðum og náttúrulega undir brúðkaupsveislur.

Það hefur lengi loðað kreppuástand hjá Rússum og kannski getum við lært eitthvað af þeim á þessum erfiðu tímum. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband