48 strokka Kawasaki mótorhjól.

48mebigg.jpgHér gefur á að líta eitthvert það sérstakasta mótorhjól sem ég hef í það minnsta séð. Hve langt menn vilja ganga í vitleysunni veit ég svo sem ekki.

Snillingurinn á bak við hugmyndina heitir Simon Whitlock og er þetta ekki fyrsta hjólið sem hann smíðar sem vakið hefur athygli.

Þetta fjallmyndalega Kawasaki hjól er sérsmíðað á þann máta að búið er að skeyta saman fjölmörgum Kawasaki tvígengismótorum og setja þá á mótorhjól. Hjólið er því orðið 48 cylindra og því það stærsta í heiminum svo vitað sé ef tekið er tillit til fjölda strokka eða rúmtaks.

Hver mótor er 250cc svo hjólið er lítilla 12lítra eða 12.000cc að stærð. Ég er hræddur um að það sé aðeins meira en hægt er að fá hjá Boss Hoss sem framleiða þau stærstu fjöldaframleiddu í dag.

 

top.jpg

Það er ekki hlaupið að því að láta allt ganga upp þegar svona púsluspil á að líta dagsins ljós. Ekki veit ég hvað það er þungt, en þungt er það Svo mikið er víst.

Vélarnar eru byggðar upp sem sex línuvélar sem eru átta strokka hver um sig. Til að fá það til að virka eru sex kveikjur úr átta strokka Jaguar bílum notaðar en þær þóttu sérlega hagkvæmar til að allt gengi upp.

Til að starta hjólinu dugir enginn venjulegur startari nema setja í hjólið vörubílarafgeymi sem er fáránlega plássfrekt og þungt. Svo Til þess að allt gengi upp setti Símon 75cc mótor undir sætið og notar þann mótor sem startara. Brilljant hugmynd.

Hann notar nokkra BMW gírkassa sem hann reyndar reif og endursmíðaði. það tók hann þrjú ár af þrotlausri vinnu og heilabrotum til að allt gegni upp, og þetta er árangurinn.

Dæmi hver fyrir sig Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband