Fyrsti Geimbíllinn lítur dagsins ljós.

geimbill.jpgHér gefur á að líta einhvern framúrstefnulegasta bíl sem hefur verið hannaður til þessa. Honum er ætlað að aka um í geimnum. Þá fara menn með hann út í geim í Geimskutlu, og fara svo á bílnum út í tómið í stað þess að vera í svokallaðri "Geimgöngu", festir með snæri við skutluna.

Hann er allur smíðaður úr léttustu koltrefjum sem finnast og kostar víst öfga mikla peninga. Búið er að smíða frumgerð af þessum bíl en útfærslan er í raun verðlaunaútfærsla hönnuða sem tóku þátt í að móta hugmynd að svona farartæki.

geimbill02.jpgþað þarf vart að taka það fram að bíllinn er algerlega gagnslaus á jörðu niðri þar sem í honum er hvorki mótor, bremsur, beygjur, almennileg dekk, fjöðrun eða nokkuð það sem við þekkjum í nútímabílum.

Hann er knúinn áfram af varmaþrýstingi úr einhvernskonar vetishverflum og er yfirborð hans allt úr fjölmörgum vængjum sem geta hreyfst og haft áhrif á stefnu bílsins í bland við breytileika áttar þeirrar er varmaaflinu er beint til.

Þó segja menn að sé honum sleppt í háloftunum getur hann auðveldlega flogið og hægt er að lenda honum hér líka. hann þarf samt að vera á í kringum 300km/h til að geta svifið til lendingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband