Heimskulegt þó ekki sé meira sagt.

ReykingarÞetta kallar maður afturhvarf til fortíðar. Fullyrðingin um að bjórsala hafi dregist saman er röng. Þarna er skotið út í loftið og ekki stuðst við rannsóknir sem farið hafa fram í kráargeiranum í Bretlandi. Þá skal það tekið fram að rúmlega 2000 nýjar krár opnuðu í Bretlandi í fyrra, svo það er ekki eins og um einhvern samdrátt hafi verið að ræða.

á Norður Írlandi hefur bjórsala stóraukist í kjölfar reykingabannsins. Æ fleiri sem ekki fóru á pöbb áður fara nú þegar líft er þar innandyra. Ég er nokkuð viss um að þessari glufu verður lokað og það fljótlega. Mér finnst þetta heimskulegt.

Hvernig væri nú að opna svona rannsóknarmiðstöð í bönkum á Íslandi svo menn geti farið að reykja innandyra þar eins og var hér árið 1988 þegar reykingum var úthýst úr íslenskum bönkum.

Nú eða í framhaldsskólum. Þar mátti reykja til ársins 1996 og eins í kvikmyndahúsum.

Nei svona fíflagangur er fáránlegur og ég vona að hún fái dóm fyrir athæfið.

Ég held að blaðamenn mbl.is ættu að kynna sér staðreyndir áður en þeir fullyrða um töluleg gildi fyrir augum almennings.


mbl.is Ráðagóður kráreigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Ragnarsson

Það er nú alveg jafn heimskulegt að úthýsa reykingum algjörlega.   Á meðan sígarettur eru seldar í búðum, þá er fáranlegt að banna notkun þeirra allstaðar.  Að fólk skuli ekki geta farið út á þar til gerð kaffihús eða öldurhús, og reykt um leið og það fær sér sinn bjór eða kaffi er bara skerðing á mannfrelsi.

Auðvitað er af hinu góða af hafa reyklaus kaffihús og reyklaus svæði.  En að taka valið algjörlega af fólki er út í hött!  Þetta er nú orðið svo langt gengið á mörgum stöðum að þú getur hvergi reykt nema heima hjá þér. Ættum kannski að hugsa aðeins meira um bílamengun frekar en að missa okkur algjörlega í histerísk varðandi reykingar.

(ég er hættur að reykja... bara svo þú haldir ekki að ég sé sár reykingarmaður :-)

Svavar Ragnarsson, 14.5.2009 kl. 10:49

2 identicon

Það er ekki verið að taka valið af einum eða neinum. Þeim sem kjósa að reykja er frjálst að gera það utandyra og heima hjá sér. Reykingar eiga einfaldlega ekki heima innandyra á almennum vettvöngum, því þá er verið að troða á þeim sem ekki reykja. Það er ekki sanngjarnt að reyklaus maður geti ekki farið á hvaða kaffihús sem er vegna þess að einhver annars kýs þennan heilsuspillandi ávana. Ég þekki vel til vandamála í tengslum við reykingar á almenningsstöðum því í móðurættinni minni er mikið um ofnæmi fyrir sígarettureyk. Það lýsir sér þannig að ef einhver sem er með ofnæmið kemst í tæri við sígarettureyk verða augun eldrauð og það lekur stanslaust úr bæði nefi og augum í 3-4 daga. Skemmtilegt, finnst ykkur ekki?

Þar til reykingarbanninu var komið á gat mamma mín bara farið á örfá kaffihús í Reykjavík, þótt hún hefði mjög gaman af því. 9 af hverjum 10 kaffihúsum voru ekki reyklaus, því það var jú betra fyrir viðskiptin að leyfa fólki að fá sér kaffibolla og rettu með. Val annarra til að reykja varð þannig til þess að hefta frelsi hennar, sem aldrei hefur reykt. Finnst þér það sanngjarnt Svavar?

Það þarf ekki einu sinni að seylast svona langt (þetta reykingarofnæmi er jú frekar sjaldgæft) því það er nóg að nefna barnafólk. Fólk sem er í fæðingarorlofi vill eflaust gjarnan rölta með litla krílið niður í bæ í góðu veðri og setjast kannski inn á kaffihús. Ég fyrir mitt leyti færi ALDREI með ungbarn inn á kaffihús þar sem reykur væri í loftinu. Aftur fá hér reykingarmenn að hefta frelsi þeirra sem ekki reykja ef reykingar eru leyfðar á kaffihúsum.

Það fer alveg óskaplega í taugarnar á mér þetta væl um réttindi reykingamanna. Réttindi til hvers? Réttindin til þess að þvinga sinn reyk ofan í okkur hin? Eins og ég sagði áðan þá eiga reykingar ekki heima á neinum almennum stöðum þar sem reyklausir neyðast til að sitja undir þeim eða hypja sig eitthvert annað. Með reykingarbanninu er ekki verið að troða á reykingarmönnum, það er verið að veita okkur hinum frelsi sem ætti að vera sjálfsagt; frelsi til að fara á hvaða opinbera vettvang sem er án þess að þurfa að stunda óbeinar reykingar.

Lena (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Riddarinn

Svavar....... þetta minnir á gamla kellingu þegar reykingafólk fer að blanda saman reykingum og bílamengun en ef þér er svona ummunað vegna mengun af völdum  bíla ættir þú að selja eða leggja bílnum þínum til framtíðar og sýna þessa umhyggju í verki og kaupa þér rafmagnsbíl í stað þess að koma með þetta bull sem reykingarmenn hafa oft notað sem vörn fyrir þann vesældarlega sið sem reykingar eru.

það er skerðing á mannréttinum allmennings að hafa alltaf þessar drullupumpur yfir sér svælandi þessari skítalykt og viðbjóði yfir allt og alla og meira að segja þegar maður fer á Bíó þá þarf maður að þola ógeðslega skítalyktina angandi af fólki sem kemur inn eftir að vera búið að svæla þennann viðbjóð. 

Það mætti endilega úhýsa þessum vöruflokki úr sölu hérlendis eins og hefur verið gert nú þegar  í einu ríki í heiminum og og leyfa reykingarmönnunum að væla og skæla úr sér augun yfir þessu hræðilega"mannréttindabroti"ef þeim sýnist svo.

Ekki finn ég til með þeim þegar þeir væla með sína andremmu,þetta eru bara þrælar ógeðslegs ávana sem engum er til gagns og öllum til ama og leiðinda nema kannski þeim sem reykir.(jafnvel reykingamenn sjálfir þola ekki reykingar hjá öðrum eða skítalyktina)

Það þarf ekkert val á börum og kaffihúsum eða hvar sem það er. þeir sem standa til hliðar við reykingamanninn eiga ekkert val hvort þeir séu í svælunni eða ekki því skítalyktin og viðbjóðurinn sveigir ekki framhjá þeim sem ekki kærir sig um hana.

Fólk reykir nú orðið oftast fyrir utan andyri fyrirtækja en þegar veður er leiðinlegt þá færir það sig oft eins mikið innfyrir og það mögulega getur til að fá skjól fyrir veðrinu en þegar annað fólk gengur út þá gengur það í skítalyktina og sóðaskapinn og inn í þennann svokallaða "mannréttinda" heim reykingamanna sem má mín vegna fara norður og niður.

Þetta er subbulegur illa lytkandi ógeðslegur siður sem hefur enga kosti fyrir einn eða neinn.

Að tengja þennan sið við mannréttindi er móðgun við þá meinungu sem fellst í orðinu "mannréttindi"

Nú fær maður líklega yfir sig skæðadrífu af skömmum frá unnendum sígarettunar og ætli orðið"mannréttindi" verði ekki ofarlega á baugi eins og vanalega

Koma svo !!!!!!

Riddarinn , 14.5.2009 kl. 11:32

4 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Lena og Riddari...

Heyr heyr.

Baldur.

Baldur Sigurðarson, 14.5.2009 kl. 11:53

5 Smámynd: Svavar Ragnarsson

LOL - ok ok.  Við skulum nú aðeins slaka á.  Ég er alveg sammála því að fólk á að geta farið á kaffihús eða bari án þess að vera innan um reykingarfólk.  Það sem mér finnst slæmt er að reykingarfólk hefur ekkert val.  þ.e. það er EKKERT kaffihús fyrir það...  Og reyndar finnst mér ennþá ömurlegra í dag að fólk er að reykja við útidyr staðanna, og allir sem vilja komast inná staðina eru þvingaðir til að ganga í gegnum reykinn.    Var bara að reyna að segja að þetta væri svolítið gengið út í öfgar.

Og Baldur, ég seldi minn bíl og nota almenningsamgöngufyrirtæki - þannig að ekki lesa yfir mér pistillinn um að sýna hlutina í verki.  Ég reyni að kaupa vörur sem eru framleiddar nálægt mér, skrúfa fyrir vatn, og nota eins lítið rafmagn og ég get... þannig að ég sýni mína umhyggju bara talsvert í verki.

Einnig minntist ég ekki á mannréttindi, heldur talaði um frelsi.  Og um leið og þú segir að það séu mannréttindi að vera án reyksins - ert ÞÚ að gera málið að mannréttindarmáli :) 

Og Lena..  Ég er algjörlega sammála því að fólk á að geta gengið um og farið á sín kaffihús án þess að vera "neytt" til þess að finna reykingarsvælu.  Sérstaklega eftir veru mína í Kína þar sem reykt er allstaðar - bönkum, veitingarstöðum og almenningsvögnum.  En svona eru nú öfgarnar í báðar áttir.

Ég var bara að reyna að segja - að einhverstaðar verða vondir að vera - og ef kannski einn eða tveir barir/kaffihús í Reykjavík mættu leyfa reykingar, þá væri það barasta hið besta mál.

Svavar Ragnarsson, 14.5.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Svavar. Ég hvatti þig hvergi til að selja bílinn þinn.... Og Svavar... ég tala hvergi um mannréttindi. Þú ert að hafa mig fyrir rangri sök því það er annar sem talar um þetta hér á undan.

Albest var bannað hér á árum áður eftir fyrstu 3 dauðsföllin því það var svo hrikalega krabbameinsvaldandi. Það voru nokkur hundruð búin að veikjast og þrír dánir... og hvað þá... Hviss, Bæng, Asbest bannað... fyrir lífstíð. Og það finnst mönnum sjálfsagt. Það er nánast búið að banna það á heimsvísu. Bannað að nota það í bremsuklossa fyrir bíla.

Það deyja árlaga yfir 400 manns af völdum reykinga Svavar bara hér á Íslandi. Ef þú vilt rengja þær tölur hvet ég þig til að kíkja inn á vef Lýðheilsustöðvar og lesa skýrslur þar. Þá eru ótaldir þeir þúsundir sem veikjast og eru baggi á íslensku samfélagi og heilbrigðiskerfi en reykingar eru stærsta heilbrigðisvandamál Íslands. Svo var Asbest bannað en ekki sígarettur. Þó er Asbest eitt besta eldvarnandi efni sem fundið hefur verið upp á meðan sígarettur eru algerlega tilgangslausar. Einungis framleiddar til að valda skaða.

Ef ég sæti á næsta borði við þig inni á veitingahúsi og ég væri að brenna Asbest í öskubakkanum og þú myndir vita af því, þá værir þú eflaust ósáttur. Ætli þú færðir þig ekki eða vildir í það minnsta hafa kost á því.

Ef hópur mótmælenda myndi brenna Asbest hvar sem þú kæmir, við innganga í bíó, kaffihús, banka, skóla, Kringluna, þá yrði fólk brjálað.

Það er gott að þú ert hættur að reykja Svavar. Ég samgleðst þér. Ég hætti á unglingsárum og mun aldrei byrja aftur. Sígarettur eru böl og til einskis gagnlegar. En ef þér finnst í alvöru að menn eigi að hafa frelsi til að velja, finnst þér þá að ég eigi að hafa frelsi til að brenna Asbest þar sem fólk safnast saman? Til dæmis á einhverum sérstökum reykingakaffihúsum?

Eigðu góðan dag,

Baldur.

Baldur Sigurðarson, 14.5.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: Svavar Ragnarsson

Fyrirgefðu Baldur - ég var að svara "riddaranum", ruglaðist bara þarna á nöfnum.  Sorry :)

Svavar Ragnarsson, 14.5.2009 kl. 13:55

8 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Ég veit. Ekkert mál vinur.

kv. Baldur.

Baldur Sigurðarson, 14.5.2009 kl. 18:09

9 Smámynd: Svavar Ragnarsson

Eitt enn, og svo er ég hættur :)  

Mér finnst mikilvægt að við gerum greinamun á því sem er ólöglegt (t.d. Asbest, eiturlyf osfrv.), og því sem er löglegt (t.d. að reykja).  Það er eiginlega ekki hægt að setja það í sama hatt.  

Á meðan ríkisstjórnin leyfir tóbaksölu, þá mun ég halda áfram að finnast að það eigi að leyfa reykingar að sumum afmörkuðum stöðum.

Singapore t.d. vildi ekki sjá fólk með tyggjó, og þar af leiðandi bönnuðu þeir sölu á tyggjó.  Nú má enginn maður sjást með tyggjó þar.

Að mörgu leyti finnst mér að ríkisstjórnir (ekki bara sú íslenska) sem eru búnar að banna reykingar allstaðar, ættu að ganga skrefið til fulls og hreinlega banna sölu á sígarettum í landinu.  Jafn skrítið og það kannski hljómar, þá finnst mér það betri kostur, heldur en þessi tvískinnungsháttur að selja sígarettur en banna notkun þeirra allstaðar.  

Kannski við getum öll sammælst um það að besta leiðin væri að hættu sölu á tóbaki, og setja það í flokk með eiturlyfjum ?

Svavar Ragnarsson, 15.5.2009 kl. 00:47

10 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Svavar: það er í raun alveg hægt að bera saman það sem er ólöglegt og það sem er löglegt. Einfaldlega vegna þess að það sem er löglegt í dag getur verið ólöglegt á morgun og öfugt.

Auðvitað er ég sammála þér um að það eigi að hætta sölu á tóbaki og að það eigi að dæma það ólöglegt. Heilbrigðisráðuneytið hefur hingað til ekki treyst sér til þess þar sem fólk hefur ánetjast þessum óþvera. Það var hins vegar enginn búinn að ánetjast Asbesti og því var enginn að rífa kjaft þegar það var bannað.

Þegar bannað var að reykja í kvikmyndahúsum og framhaldsskólum á árunum 1994-1996 var hægt að sjá merkjanlegan samdrátt í sölu á tóbaki þrátt fyrir aukinn kaupmátt og fjölgun landsmanna á þeim tíma.

Bannið á veitingahúsunum kom strax fram í samdrætti á sölu á sígarettum.

Írar bönnuðu tóbak á veitinga og skemmtistöðum og það jókst aðsóknin. Ég fór til Belfast fyrir tveimur árum og spurði út í þetta í leiðinni. Frekar magnað miðað við það sem maður hefur lesið í fréttum hér. Veitingamenn þar eru alsælir með þetta.

Þó er eitt sem hefur mest áhrif af öllu. Írar hækkuðu verð á pakkanum úr 6 pundum upp í 10 pund. þannig að pakkinn þar kostar litlar 1.930kr íslenskar í dag. Við þessa hækkun dróst salan saman um meira en 10% og geri aðrir betur.

Í dag eru seldir 60.000 sígarettupakkar á íslandi á hverjum degi. Þessa tölu þarf að mínu mati að lækka verulega áður en við látum banna þetta alveg. Ég er líka á því að við eigum að sýna fordæmi í þessu máli, því við erum þessi hreina norræna eyjaþjóð með sín hreinu fiskimið og okkar hreina vatn og loft. Við auglýsum okkur sem hreint land og þess vegna eigum við að banna innflutning á tóbaki og það á að banna útlendingum að reykja hér rétt eins og að dópa.

Það er hægt að kaupa alls kyns plast nikótínstauta sem virka fullkomlega á fíknina. Þá væri hægt að selja hér víðar en gerist í dag svo útlendingar geti lifað dvölina af án þess að fara yfir um.

Baldur Sigurðarson, 15.5.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband