23.5.2009 | 01:49
Takk fyrir mig.
Það er ótrúleg tilfinning að vera innan um allan þennan fjölda og finna samhug þeirra sem vilja minnast látins vinar saman.
þetta var óformlegt og óundirbúið. Boð gengu manna á milli svo þetta var ekki í nafni neins annars en Árna sjálfs, jú og svo vina hans og vandamanna.
Vinamissir vondur er,
vinurinn minn góði.
Hugurinn sem brotið gler,
því kveð ég þig með ljóði.
Erfitt á ég nú um sinn,
Þú Árni reyndist vinur góður.
Kveð ég þig með tár á kinn,
kæran vin, og hjólabróður.
Ég þakka fyrir mig.
Ofur Baldur.
Minningarathöfn á Hringbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég samhryggist þér með vininn.
Falleg eftimæli frá þér.
Keyrði þarna framhjá í gærkveldi. Þetta var flott athöfn.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 07:14
mikið er þatta fallegt ljóð.
Hann Árni var æðislegur strákur
Gyða Dröfn Hannesdóttir, 23.5.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.