Afar undarleg hegðun...

Löggubíll í klessuÞað kom fram í fréttum í gær að fangelsin á Íslandi eru yfirfull. Forgangsraðað er í klefa eftir alvarleika brota. Tvímennt er í sumum klefum.

Ég myndi setja það í forgang að koma þessum manni inn. Hann olli saklausum vegfarendum stórhættu með háttalagi sínu og ofsa-akstri um bæinn. Það er mjög alvarlegt.

Það kann að vera að hann eigi í persónulegum deilum við einhvern... en að ráðast á slökkvistöðina á bíl og festa slökkvibílana inni með því að gera hurðarnar óvirkar... það er þokkalegur glæpur.

Þetta er mesta ábyrgðarleysi sem ég hef séð í ár, fyrir utan að reyna að fá þingið til að samþykkja ríkisábyrgð vegna IceSave skuldarinnar sem eru skuldir óábyrgra einstaklinga.

Lifið heil.


mbl.is Bíður yfirheyrslu hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur hinn tímalausi

Vantar bara að kviknað hefði í en eni, það var ekki hætg að bjarga 5 manna fjöskyldunni vegna þess að þessi gaur skemmdi hurðirnar.

eða eitthvað verra.

Margir sem tala um tvær hliðar á öllum málum... Ég veit það ekki, jújú, ábyggilega á gaurinn bágt. En það eiga margir aðrir líka! Við skulum ekki opna fyrir þá orma dós, eins og himpagimpið sem stútaði húsinu sínu og gerðist "hetja", alveg magnað.

Hallur hinn tímalausi, 22.6.2009 kl. 10:46

2 identicon

Það er ljóst að menn eru orðnir alvarlega veikir andlega þegar þetta er siðasta hálmstráið og eigi skal dæma mann fyrr en dómari kveður upp dóminn en það er ljóst að hann hefur brotið fjölmörg lög bæði umferðar og refsilöggjöfina en hvað býr að baki því að menn fá þvílíka hugsýki að stofna öðrum í hættu með háttalagi sýnu það liggur ekki fyrir og fáum við sennilega ekkert að vita það enda ekki okkar að hnýsast í annara manna mál en einhverstaðar er brotalöm í kerfinu þegar að menn eru orðnir það veikir og ekkert er hlustað á þá en vonandi fær þessi einstaklingur hjálp við sínum erfiðleikum því hann er jú maður rétt eins og ég og þú með tilfinningar og kannski börn og fjölskyldu og auðvitað líður þeim illa eftir svona ef ekki verr en blessuðum manninum.

Eitt er ég samt að furða mig á eftir að hafa séð myndband inn á vísir.is af atburðinum en það er að sjúkrabifreið kemur á talsverðri ferð og ekur beint á bifreið mannsins sem var nánast kyrrstæð og er mér spurn eru bifreiðarstjórar RKÍ í hlutverki sérsveitarmanna eða hafa þeir heimild til að tjóna og skemma eignir RKÍ og fyrir utan það að þessi aðför hefði hæglega getað stórslasað Ökumann sjúkrabíslsin og hinn tryllta ökumann einnig þarna er brotalöm á framkvæmd þess að stöðva eftirförina og er ég nokkuð viss um að þetta verður coverað með því að lögreglumaður verður sagður ökumaður sjúkrabifreiðarinnar en samt sem áður skemmdarverk á eigum RKÍ sem ég og þú og aðrir sköffum þeim með fjárframlögum ofl.

Nóg að sinni en ég ætla að halda þessu vakandi með sjúkrabifreiðina

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:49

3 identicon

Hallur hinn tímalausi þetta eru plasthurðar þannig ef að bráðavá hefði steðjað að þá aka menn hreinlega 15 tonna trukkunum í gegn sem eru um 32 tonn fullir af vatni þannig að við skulum ekki vera barnalegir hugsum frekar um að eitthvað liggur að baki svona gjörningi menn gera ekki svona að gamni sínu mikill reiði og heift og eins og ég sagði fyrr komið út í geðrænt vandamál í kjölfar alvarlegs þunglyndis sem sennilega orsakast af einhverri misgjörð lögreglunar í garð viðkomandi eins og skýrt kom fram í fyrstu fréttum af atburðinum en ekki ætla ég að verja gjörðir hans en hugsum rökrétt einhver ástæða er fyrir hatrinu og heiftini í garð lögreglu og husum áður en við staðhæfum og merkjum menn sem glæpamenn en himpagimpið þitt svokallaða er maður sem sennilega hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf fyrir að koma sér upp heimili og skjóli en þú heyrist mér ert nú bara fordekraður unglingur eða ungur maður sem færð allt upp í lúkurnar með því að segja bara mé mé

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:25

4 identicon

Tek undir með Guðmundi hvað varðar sjúkrabifreiðir og þátt þeirra í þessu öllu. Myndbandið tekur af allan vafa með að þeir eru ekki að elta manninn til að vera til taks "in case of accident", þeir eru beinlínis í eltingaleik. Held að Jón Viðar verði að móta skýrar reglur í þessu efni. Reikna ekki með að hann hafi verið kátur með þess framgöngu sinna mann.

Rögnvaldur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 13:15

5 identicon

Guðmundur: Þetta með sjúkrabílana er ekkert skrýtið. Það var þannig að varðstjóri lögreglunnar gaf slökkviliðsmönnum skipun í talstöð um að reyna að stöðva akstur mannsins með öllum tiltækum ráðum. Þetta er heimilt skv. lögreglulögum nr. 90/1996:

20. gr. Skylda til að aðstoða lögreglu.
1. Ef nauðsyn ber til getur lögregla kvatt sér til aðstoðar hvern fulltíða mann, þar á meðal til að afstýra óreglu eða óspektum á almannafæri. Maður er skyldur til að hlýða kvaðningu lögreglu ef hann getur veitt aðstoð án þess að stofna lífi, heilbrigði, velferð eða verulegum hagsmunum sjálfs sín eða nánustu vandamanna í hættu.
2. Þeir sem kvaddir eru lögreglunni til aðstoðar skv. 1. mgr. fara með lögregluvald meðan þeir gegna starfinu og njóta sömu verndar og aðrir lögreglumenn.

Hugsaðu þér líka það sem gerðist rétt áður: Maður á þriggja tonna jeppa hafði ekki aðeins skipulega rústað öllum útkeyrsluhurðum slökkviliðsins, heldur einnig bakkað á fullri ferð á lögreglubíl sem varð við það óökufær og snúið svo við vaðið aftur í hann þannig að lögreglumenn þurftu að flýja til að verða ekki fyrir.

Desperate times call for desperate measures, það er ekki eins og þetta sé standard vinnuregla hjá slökkviliðinu, heldur helgaðist af eðli ástandsins.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:29

6 identicon

Annað: Þú sérð nú hvernig lögreglufólksbíllinn fór eftir ákeyrsluna á plani slökkviliðsins, þú ert ekkert að stöðva 3ja tonna Jeep Cherokee með V8 vél á einhverjum Volvo.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:31

7 identicon

He he ég ek á Suburban 2500 og hann er um 3000 kg Jeep Cherokee er langt frá þremur tonnum sennilega um 2 tonn og svo er spurning um hvort það sé verið að tala um óspektir veit að þessi regla á við um það en ekki að taka eignir ríkisins traustataki og skemma þær.

Er ekki að verja gerðir mannsins en Lögreglan er vanbúinn og auðvitað átti að kalla út sérsveitina en ekki fara í panic og eins og slökkvistjór sagði veit ekki hvað hefði gerst ef við hefðum ekki ekið á manninn allavega stoppaði þetta ekki mannin þannig að allur fjandinn gat gerst þeta var bara aulalegt í alla staði og eins og sést berlega á vídóinu voru þeir ekki að ráða við að stöðva hann enda að beita kolvitlausum aðferðum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 20:10

8 identicon

Guðmundur: Hehe, já ég fokkaði aðeins upp þyngdinni þarna :)

En í alvöru, ég hef klárað refsirétt I og II í HÍ og veit hvað þetta ákvæði lögreglulaga þýðir og hvernig það er túlkað af dómstólum. Sambærileg ákvæði eru í nánast öllum öðrum löndum. Taktu líka eftir að ákvæðið segir "þar á meðal til að afstýra óreglu eða óspektum á almannafæri."

"Þar á meðal" þýðir viðbót. Ákvæðið tekur til hvaða tilviks sem er, "að viðbættu" því ástandi þegar óregla eða óspektir eru. Í ákvæðinu kemur einnig fram að menn eru beinlínis skyldugir til að aðstoða, að viðlagðri refsiábyrgð. Hins vegar ber sá varðstjóri (eða háttsettari) að sjálfsögðu lagalega ábyrgð á þeim afleiðingum sem skipun sem þessi kann að valda.

Og eitt annað: Þessi lögreglubifreið sem sést á myndskeiðinu, Volvo SC70, ERU sérsveitarbílar. Engir aðrir en sérsveitarmenn eru á slíkum bílum. hefði þurft að fá Econoline Maríurnar á svæðið, sammála því.

Kveðja, Arngrímur.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 22:57

9 identicon

PS: Plús, þetta er V8 Cherokee, ekki sexann. Myndi ekki leggja í hann á Volvo ;)

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband