22.6.2009 | 10:12
IceSave Hálfvitar.
Ég er klár á því að ef þjóðin kallar þær hörmungar yfir okkur að láta okkur gangast í ábyrgð fyrir þessa hálfvita sem nánast hafa komið okkur á vonarvöl, þá er ríkisstjórnin búin að vera.
Þá mæti ég í fyrsta sinn niður á austurvöll og tek með mér eitthvað öflugra og þyngra en potta og sleifar. Ég læt ekki bjóða mér það að ég eigi að greiða fyrir þessa menn. Ég ætla börnunum mínum betri framtíð en svo. Fyrir þau mun ég berjast til síðasta blóðdropa. Svo mikið er víst.
Ef frumvarpið um ríkisábyrgð vegna IceSave verður ekki samþykkt... nú þá verður það bara ekki samþykkt.
Ef frumvarpið verður samþykkt... þá sýður uppúr.
Það á að gefa útrásarvíkingum á borð við Jón Ásgeir, Björgólfana, Sigurjón Árnason og þessháttar lýð réttarstöðu grunaðra manna. Það á að frysta eignir þeirra bæði hérlendis og erlendis auk innistæða í bönkum. Það á að taka þá til yfirheyrslu.
Sigurjón er svo ósvífinn að lána sjálfum sér peninga upp á tugi milljóna og stofna til þess lífeyrissjóð til að komast hjá því að borga skatta eins og við hin. Það kann vel að vera að einhverjum þyki þetta "brilljant" að vera svona klár að snúa á kerfið.
Mér er nokk sama um það hve brilljant hugmyndin var. Sá sem stelur með þessum hætti er að mínu mati jafn sekur og aðrir þjófar þar sem brotavilji er klárlega fyrir hendi.
Það að koma þessum mönnum úr umferð varanlega er mun mikilvægara að mínu mati en að samþykkja að ríkið greiði fyrir syndir þeirra og svik. Að ekki sé talað um fordæmið.
Ég er þess fullviss að ef ég myndi stofna til einhverskonar píramídafélags eða hlutaveltu erlendis, og svo myndi ég svíkja út svona 5-6 milljónir út úr einstaklingum... þá gæti ég algerlega gleymt því að ríkið færi að borga það fyrir mig þó ég myndi svíkja það út "löglega".
Lifið heil.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algerlega sammála þér Baldur, þessa menn á að loka inni þangað til og þartil þeir hafa afsalað sér hverri einustu krónu sem þeir eiga. Þegar þeir svo segjast vera búnir að afsala sér síðustu krónuni á að halda þeim 10 ár í viðbót og húðstrýkja þá ef ske kynni að þeir myndu muna eftir einhverjum leyni reikningum.
Þegar þeir svo í raun og veru hafa afsalað sér hverri einustu krónu þá á að senda þá í gapastokkum með fyrsta flugi til Bretlands og gera þá síðan útlæga frá þessu landi.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 13:26
Gæti ekki verið meira sammála vinur.
Baldur Sigurðarson, 4.8.2009 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.