Sumir myndu kalla þetta forræðishyggju... en það geri ég ekki.

Reykingar

Ég er afar sammála þessum lista. Ég reykti hér áður fyrr og hafði sem betur fer vit á að hætta, en mér finnst heimskulegt að reykja og ég þoli ekki að sjá unglinga með sígarettu í kjaftinum.

Það eru ekki nema um 17% íslendinga reykjandi í dag, en það gerir hátt í 60.000 sígarettupakka á dag. Þetta langar mig að sjá í mun minna mæli. það þýðir ansi marga stubba út í náttúruna á hverjum degi... að ekki sé minnst á á ársgrundvelli.

En ef 17% reykja eru 83% sem reykja ekki og þar með á að mínu mati að fara eftir fjöldanum. Við eigum að vera stolt af hreina landinu okkar og eigum því að taka á þessu af festu.

Það er víst staðreynd að það þarf að hækka sígarettupakkann upp í kr. 3.000.- til að standa undir samfélagslegum kostnaði við neyslu þess miðað við að það seljast um 60.000 pakkar á dag á Íslandi.

Það deyja árlega um 400 manns á Íslandi vegna þess að þeir reyktu. Dauðsföll sem rakin eru beint til reykinga. Eflaust er talan mun hærri. Ef allir farþegar köfnuðu að meðaltali tvisvar á ári í Flugleiðaþotum, sem nær tölunni 400 manns, þá myndi sennilega enginn fljúga með Flugleiðum framar.

þá er eftir að taka fyrir þá sem fá ævilanga lungnaþembu, krabbamein, blóðtappa, æðahnúta og þá sem þurfa ummönnun ævilangt. Eitthvað kostar það, og eitt merkilegt... það er búið að reikna það út.

Þar sem ég reyki ekki vil ég ekki þurfa að borga fyrir ófarir þeirra sem velja að lenda í óförum síðar á lífsleiðinni vegna þess að þeir kusu að reykja.

 

Það er orðið fátítt í Formúlunni sem dæmi að bílar séu með tóbaksauglýsingar. Þær hafa nær alveg horfið undanfarin 5 ár vegna banns við tóbaksauglýsingum um alla Evrópu. Ég held meira að segja að þær séu alveg horfnar. Leiðréttið mig ef ég hef rangt við.

Sumir kunna að kalla þetta forræðishyggju. Lesið nú vel...

Þann 1. des 1994 voru bannaðar reykingar í kvikmyndahúsum á Íslandi. Til þess tíma mátti reykja frammi við sjoppuna og á sama tíma mátti reykja á göngum í Kringlunni. Þetta viðgekkst meðal annars á 3 sýningum sem voru ætlaðar börnum.

Var það forræðishyggja að banna reykingar þar? Það varð nánast allt brjálað, en ég er ekki viss um að jafnvel reykingamenn vildu fá reykingarnar aftur í bíóhúsin eða inn í Kringlu.

Árið 1988 bannaði Iðnaðarbankinn reykingar í bankanum. Ekki langar mig að snúa því ferli við.

þetta er víst bara framtíðin og ég vona að fólk sjái björtu hliðarnar á þessu eins og ég. Ég er þess fullviss að enginn heilvita maður eða kona óskar þess að börnin þeirra byrji að reykja.

Lifið heil.


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Æi, þetta er bara svo nítjánhundruðogeitthvað.  Reykingar eru bara búnar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.9.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það vona ég svo sannarlega. Þær eru á hröðu undanhaldi og ég held að þetta klárist á næstu 10 árum.

Baldur Sigurðarson, 11.9.2009 kl. 23:22

3 identicon

Ef þetta er á hröðu undanhaldi......hver er þá tilgangurinn með að banna þær?

Kristinn Haukur Guðnason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Þetta er á undanhaldi vegna boða og banna á borð við bann við reykingar í bönkun, verslunum, kvikmyndahúsum, skólum og stofnunum. En meira má ef duga skal.

Baldur Sigurðarson, 12.9.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:09

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

 

Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:34

7 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Baldur, ég veit að þú ert ekki algjör kjáni, þessvegna stingur þetta soldið í augu.

Helduru virkilega að þetta bann komi til með að virka? Eins og með fíkniefnabannið og hvernig er ekki hægt að kaupa fíkniefni hérlendis...

...og engir Íslendingar drukku bjór á meðan bjórbanninu stóð.

Þetta heitir glæpamannaframleiðsla. Ekkert annað.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.9.2009 kl. 13:52

8 identicon

Reykingar hafa ekki minnkað vegna boða og banna. Þær hafa minnkað vegna allmennrar upplýsingar í samfélaginu um skaðsemi þess og neikvæðrar umfjöllunar.

 Það sem mér finnst hvað mesta ruglið í sambandi við þetta er að leggja til að reykingar verði ekki sýndar í kvikmyndum og þáttum!?!!?!?!?!?!?!? Má sýna mann murrka lífið úr öðrum manni með exi beint í andlitið.....bara ef hvorugur er með sígarettu!

Ef svona verður haldið áfram verðum við eftir 100 ár kominn inn í 1984 heim. Það vantaði bara inn í skýrsluna að það væri stefnt að því að banna hugsanir um sígarettur árið 2018

Kristinn Haukur Guðnason (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:31

9 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Ert þú fáviti Alexander? Ert þú að hvetja alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga? Hvað gengur á inni í hausnum á þér? Ég held að fólk geti bara gert það sem þeim finnst rétt og þú þarft ekkert að hvetja til eineltis hér á blogginu. Ég neyðist til að tilkynna þig minn kæri.

------------------------------------------------------------------------------------

J. Einar Valur... Það er ekki spurning að bannið kemur til með að virka hvað það varðar að sígarettureykingar munu dragast stórlega saman. Þær munu ekki hætta alveg, en þær munu stórminnka og fara kannski úr þeim 17% sem þær eru í dag niður í 5% og þá er það þess virði. Hvort einhverjir maka krókinn á að smygla þeim inn er smávægilegt vandamál miðað við vandamálið í dag

Finnst þér til dæmis að það hafi verið rangt að banna fíkniefni á Íslandi og að það hafi bara verið glæpamannaframleiðsla... og ekki reyna að segja að þetta sé ekki sambærilegt þar sem sígarettur eru ekkert annað en fíkniefni. Þá get ég sagt þér það að það deyja að meðatali á Íslandi 5-7 einstaklingar vegna eiturlyfja á meðan 400 deyja vegna reykinga.

------------------------------------------------------------------------------------

Kristinn Haukur... Þú ættir nú ekki að opna túllan í þessari umræðu á meðan þú veist nákvæmlega ekkert um málið. Gaman væri að fá að vita hvað þú hefur lesið þér til af þeim staðreyndum sem uppi eru. Ég giska á að þú hafir ekki lesið neitt miðað við fáfræðina sem skín úr svörum þínum hér að ofan.

Ef þú myndir svo lítið sem kynna þér málin þá myndirðu vita að þegar reykingar voru bannaðar í framhaldsskólum og kvikmyndahúsum, þá dróst sala saman og reykingar ungmenna minnkuðu. Þegar verð hækkar á tóbaki, þá dregst sala saman og reykingar minnka. Þegar aldurstakmark fór upp í 18 ár til að kaupa tóbak, þá dróst sala saman og reykingar ungmenna minnkaði.

Þú ert eins og smábarn. Í stað þess að koma með rök fyrir því af hverju það ætti að sýna reykingar í kvikmyndum og þáttum... þá þarftu að benda á eitthvað annað sem er að þínu mati verra. Þetta er eins og alkóhólismi sem er búinn að æla yfir sig og drulla upp á bak... og hann hugsar og segir að einhver annar sem hann veit um drekkur verr en hann... og það er hans réttlæting.

Þegar smábarn gerir eitthvað af sér bendir það iðulega á annað barn sem gerði eins eða verra. Þetta eru rökin þín.

Ef þú ætlar að halda áfram að kommenta hér inn... þá vinsamlegast komdu með rök fyrir því sem þú ert að segja svo þú sért ekki svona kjánalegur.

Lifið heil.

Baldur Sigurðarson, 13.9.2009 kl. 10:37

10 identicon

Ofurbaldur. Ég reyki ekki og því kemur þetta ekki persónulega við mig. Það er aftur á móti greinilegt að þú er mjög illa að þér í þessum málum og þarft á fræðslu (ekki heilaþvætti) að halda. Greinilegt einnig á skrifum þínum að þú ert mjög reiður, ég þekki ekki þínar aðstæður en það eru til ráð við flestum meinum, andlegum og líkamlegum. Með von um bata, lifðu heill.

Kristinn Haukur Guðnason (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:44

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Finnst þér til dæmis að það hafi verið rangt að banna fíkniefni á Íslandi og að það hafi bara verið glæpamannaframleiðsla...:

Já.

Stríðið gegn fíkniefnum er meiri skaðvaldur fyrir samfélagið en efnin sjálf.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.9.2009 kl. 16:28

12 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Takk fyrir það Kristinn. Við förum kannski bara saman á geðdeildina

Baldur Sigurðarson, 13.9.2009 kl. 19:32

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fyrir hvað?Ég var ekki að hvetja till eins né neins nema krefjast upplýsinga um hverjir í þessari nefnd kusu já og nei, þar sem mér hefur ekki tekist að fá svör úr þessu fólki(hef hringt í nokkra)  er ég að vona að einhverjum gangi betur.

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.9.2009 kl. 03:52

14 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Alexander.... það er ekki eðlilegt og það er ekki lýðræðislegt að hvetja fólk til að krefjast upplýsinga. Fólk einfaldlega ræður sjálft hvað það gerir í slíkum efnum. Ef þú hefur ekki fengið svör, láttu mig þá fá spurningarnar og ég skal afla þessara svara fyrir þig með glöðu geði. En vinsamlega ekki hvetja til leiðinda á blogginu mínu.

J. Einar Valur.... Að mínu mati ert þú mjög heimskur maður. Að því get ég ekki gert miðað við síðasta svar þitt. Fíkniefni hafa lengi veirið leyfð í Amsterdam að mun meira marki en hér, og fíkniefnavandinn þar er ógurlegur. Mun meiri en meðalmaðurinn veit. Hollendingar eru að koma fram með lagafrumvarp sem loka á fíkniefnin í Amsterdam líkt og hér á Íslandi, og það er ekki að ástæðulausu. Ég vissi því miður ekki að það væri til svona heimskt fólk eins og þú... en alltaf sér maður eitthvað nýtt.

Kristinn Haukur.... Ég hef mjög gaman af svörum þínum því þú ert skemmtilegur penni. Hitt er annað mál að ég er ekki illa að mér í þessum málum, enda fertugur í dag, og hef unnið markvisst að tóbaksvörnum síðan ég var 18 ára gamall. Ég til dæmis lét banna reykingar í kvikmyndahúsum á íslandi sem tók gildi þann 01.12.1994, átti lang stærstan þátt í banni við reykingum í Kringlunni og í framhaldsskólum landsins. Lái mér hver sem vill.

En ef þú í raun fullyrðir að ég sé illa að mér og þurfi fræðslu, þá hvet ég þig til að sýna fram á það með rangfærslum mínum, því eitthvað hlýtur þú að hafa fyrir þér.

Baldur Sigurðarson, 16.9.2009 kl. 11:32

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Baldur: Það má vera að gangvart þínum ranni sé ég heimskur maður, en það er þitt álit. Kannabisefni hafa vissulega verið leyfð í Hollandi en þar er mun minna um að ungmenni reyki heldur en í löndunum í kring þar sem þau eru bönnuð. Sama í Portúgal hvar öll fíkniefni eru lögleg. Vandamálið í Hollandi er samt ekki lögleiðingin sjálf heldur lagaleg staða fíkniefna í löndunum í kring, sem gerir það að verkum að neytendur flykkjast frá öðrum löndum til Hollands. Stríðið á móti fíkniefnum, eins og það er í dag, er ekki stríð gegn þeim  öflum sem standa á bakvið dreyfingu fíkniefna heldur stríð gegn fíklunum sjálfum. Það sem þú misskilur er einnig það að þar sem krafist er skilríkja (eins og á kaffihúsunum í Hollandi) er unglingum erfiðara að verða sér úti um fíkniefni en hjá götusölum sem krefjast engra skilríkja. Eins má benda þér á það að fíkniefni eru að vissu leiti lögleg á Íslandi. Oxycodon og fleiri form 'hillbilly-heróíns' eru lögleg og fáanleg gegn lyfsseðli og eru það þau sem metta markaðinn fyrir slíkt hérna.

En það er gaman að vita að það er ennþá til fólk eins og þú sem heldur virkilega að bönn komi til með að virka - en ekki bara búa til nýjan neðanjarðarmarkað fyrir glæpahyski.

Heldur þú að Al Capone væri þekktur enn þann dag í dag ef áfengissala hefði ekki verið ólögleg á sínum tíma og hann hafið sprúttsölu sem auðgaði hann um milljarða?

Þroskastu maður!

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.9.2009 kl. 11:43

16 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Athugaðu annað Einar. Það að banna eiturlyf annarsvegar og tóbak hinsvegar er ekki það sama. Það mun aldrei myndast sá neðanjarðarvettvangur í kringum tóbak sem myndast í kringum áfengi og eiturlyf. Svo mikið er víst.

Mér finnst því miður heimskulegt að vilja að efni á borð við Krakk, Heroin og Cocain séu seld í Hagkaupum og Bónus á góðu verði. Ég skil ekki svona menn eins og þig að halda að það sé bara í lagi.

Sem dæmi þar sem þú nefnir Al Capone, þá er ég til dæmis nokkuð viss um að hann hefði ekki farið út í þessa smyglbaráttu sína ef Brokkoli hefði verið bannað í Ameríku í stað brennivíns. Það hefði örugglega ekki myndast sama neðanjarðarstarfsemin í kringum grænmeti og gerði í kringum áfengið. Ég stórefast um að Al Capone væri kallaður Brokkoli kóngurinn í dag.

Þroskastu sjálfur vinur. Þú ert að eldast og þarft að þroskast með. Kannski myndir þú þroskast eðlilega eins og við hin ef þú reyktir minna af kannabis efnum.

Baldur Sigurðarson, 16.9.2009 kl. 13:24

17 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hefur þú aldrei heyrt um tóbakssmygl? Og þú kallar mig heimskan?

Ég sagði aldrei að ég vildi að krakk, heró eða kókaín yrðu seld í matvöruverzlunum. Ég skil bara ekki að menn eins og þú hafir bílpróf! Þú ert svo mikið að fara 5000km lengra en nokkur ætlaðist til. Það að þú ályktir þetta jafngildir því að ég flautaði á þig í umferðinni og þú héldir að ég hefði verið að tala illa um mömmu þína.

Ég hef ekki reykt kannabisefni í þónokkurn tíma. Ég held að þú ættir að fara þér varlega í þessar alhæfingar, þú ert ekki bara ómálefnalegur, heldur líka dóni.

There. I've said it.

Svo eru kannabisefni minna skaðleg en bæði áfengi og stóri feiti ostborgarinn sem þú ást í hádeginu.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.9.2009 kl. 13:56

18 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Haha. Gott innslag þetta með hamborgarann.

Mundu að í mínum huga er reyktóbak eiturlyf, rétt eins og krakk, en bara aðeins önnur áhrif.

Þó þú segðir ekki að þú vildir að krakk og spítt sé selt í matvöruverslunum, þá fannst mér um að gera að varpa því fram til að fá viðbrögð.

Ég veit að ég er dóni. Mér er það eðlislægt... og svo er það líka ferlega gaman. Sérstaklega í Femínistapartíum, eða þegar maður fer að ræða samkynhneigða lesti við konur. Þá er stundum gaman að vera öfgakenndur og vera að endingu kallaður fordómafullur dóni. Ég efast ekki um að þú skiljir það.

Mér er nákvæmlega sama um tóbakssmygl. Pakkinn í Bretlandi kostar rúmar 1.200.- krónur í dag, en ég var í London í þarsíðustu viku og kannaði það. hann kostar kr. 1.300.- á Írlandi og á báðum stöðum er frumvarp til laga í umferð í neðri deild þingsins um að tvöfalda verðið á tóbaki í þeim löndum.

Ekki víst að menn vilji svo mikið smygla því þegar pakkinn er farinn að nálgast kr. 3.000.-

En ef tóbaksreykingar dragast saman á Íslandi úr þeim 17% sem þær eru í dag, niður í 3%, þá er mér alveg sama þó einhverjir maki krókinn á að smygla því þannig að TóPakkið geti fengið sæluna sína.

Baldur Sigurðarson, 16.9.2009 kl. 21:46

19 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já, en sjáðu, ef verðið verður hækkað umfram greiðslugetu hins almenna reykingamanns verður tóbaki smyglað af glæpagengjum og af þessu hljótast engar skatttekjur... varla viltu það?

Ég veit að það er mjög gaman að vera dóni. :-)

Borgari við tækifæri?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 17.9.2009 kl. 14:24

20 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það er hellingur til í því sem þú segir og eflaust finnst þér líka hellingur til í mínu máli. Við erum bara báðir það þrjóskir að vil viljum helst ekki viðurkenna það.

Endilega tökum góðan hammara við tækifæri. Ég sveik reyndar lit í hádeginu í dag og fékk mér SubWay, en ég ég gætti þess að hafa hann stóran Bræðing og drekkti honum í sósum og Jalapeno.

Baldur Sigurðarson, 18.9.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband