Torfæruhjól Framtíðarinnar

terrain03.jpgÞetta er eitthvað það sérstakasta sem ég hef séð úr mótorhjólaiðnaðinum og hef ég séð ýmislegt.

Framleiðandinn er Hyanide og heitir þetta hjól Baal. Ekki vel þekkt hérlendis en orðið heimsfrægt nú þegar. Hugmyndin birtist fyrst í teiknaðri mynd utan á amerísku framtíða-drauma-magasíni í henni Ameríku, en á forsíðu þess er svipað hjól þessu, en smíðað úr málmi með snjósleðabelti sem sveigist ekki. Erfiðara að beygja því en þessu.

Hér hefur það vandamál klárlega verið leyst að erfitt hefur hingað til reynst að aka mótorhjólum í snjó og ófærð. Þetta mótorhjól svínvirkar við öll slík skilyrði og beygir það á þann máta að það er liðstýrt.

terrain02.jpgBeltið er sveigjanleg keðja og á hana eru settar gúmmíplötur sem virka ekki ósvipað og skaflar á jarðýtu og skriðdrekabeltum.

Mikil þróun er í gangi og er hægt að finna heilan haug af upplýsingum á netinu um þessi furðuhjól. Þetta er örugglega alveg stórsniðugt fyrir björgunarsveitir því þetta kemst bókstaflega allstaðar, og getur líka ekið yfir urð og grjót sem er umfram vélsleða og hefur mun meira flot en fjórhjól.

Í hjólinu er vélsleðamótor sem er 500cc tvígengis svo það er fantakraftur í því. Örugglega stórskemmtilegt leiktæki líka.


Toyota og naktar stúlkur...

toyota_swallow.jpgToyota hyggst setja á markað nýjan bíl á næsta ári sem mun bera nafnið Toyota Swallow, en fyrir þá sem ekki vita, þá þýðir enska orðið swallow, að kyngja. Bíllinn er "Grænn" en það er stefna Toyota að gera bíla sína sem endurvinnanlegasta, og er þessi bíl skref í þá átt. Bíllinn fer í framleiðslu í haust.

Þú getur nánast étið hann sagði Yasumoro Maturi aðstoðarforstjóri Toyota á bílasýningunni í Dubai um helgina, en Toyota voru gagnrýndir fyrir djarfar auglýsingamyndir með tilliti til nafns bifreiðarinnar, en höfðað er til náttúrunnar í sem víðustum skilningi.

Eitthvað var af berbrjósta myndum (og gott betur) en ég mun halda þeim útaf fyrir mig. Slíkar myndir voru ekki sýndar í Arabaríkinu Dubai, enda fangelsisrefsing við birtingu slíkra mynda.

Hvort þessar yngismeyjar "kyngja" get ég ekki sagt til um, en þeirra vegna, þá vona ég það svo sannarlega. Annars nennir enginn að tala við þær.


Fyrsti Geimbíllinn lítur dagsins ljós.

geimbill.jpgHér gefur á að líta einhvern framúrstefnulegasta bíl sem hefur verið hannaður til þessa. Honum er ætlað að aka um í geimnum. Þá fara menn með hann út í geim í Geimskutlu, og fara svo á bílnum út í tómið í stað þess að vera í svokallaðri "Geimgöngu", festir með snæri við skutluna.

Hann er allur smíðaður úr léttustu koltrefjum sem finnast og kostar víst öfga mikla peninga. Búið er að smíða frumgerð af þessum bíl en útfærslan er í raun verðlaunaútfærsla hönnuða sem tóku þátt í að móta hugmynd að svona farartæki.

geimbill02.jpgþað þarf vart að taka það fram að bíllinn er algerlega gagnslaus á jörðu niðri þar sem í honum er hvorki mótor, bremsur, beygjur, almennileg dekk, fjöðrun eða nokkuð það sem við þekkjum í nútímabílum.

Hann er knúinn áfram af varmaþrýstingi úr einhvernskonar vetishverflum og er yfirborð hans allt úr fjölmörgum vængjum sem geta hreyfst og haft áhrif á stefnu bílsins í bland við breytileika áttar þeirrar er varmaaflinu er beint til.

Þó segja menn að sé honum sleppt í háloftunum getur hann auðveldlega flogið og hægt er að lenda honum hér líka. hann þarf samt að vera á í kringum 300km/h til að geta svifið til lendingar.


48 strokka Kawasaki mótorhjól.

48mebigg.jpgHér gefur á að líta eitthvert það sérstakasta mótorhjól sem ég hef í það minnsta séð. Hve langt menn vilja ganga í vitleysunni veit ég svo sem ekki.

Snillingurinn á bak við hugmyndina heitir Simon Whitlock og er þetta ekki fyrsta hjólið sem hann smíðar sem vakið hefur athygli.

Þetta fjallmyndalega Kawasaki hjól er sérsmíðað á þann máta að búið er að skeyta saman fjölmörgum Kawasaki tvígengismótorum og setja þá á mótorhjól. Hjólið er því orðið 48 cylindra og því það stærsta í heiminum svo vitað sé ef tekið er tillit til fjölda strokka eða rúmtaks.

Hver mótor er 250cc svo hjólið er lítilla 12lítra eða 12.000cc að stærð. Ég er hræddur um að það sé aðeins meira en hægt er að fá hjá Boss Hoss sem framleiða þau stærstu fjöldaframleiddu í dag.

 

top.jpg

Það er ekki hlaupið að því að láta allt ganga upp þegar svona púsluspil á að líta dagsins ljós. Ekki veit ég hvað það er þungt, en þungt er það Svo mikið er víst.

Vélarnar eru byggðar upp sem sex línuvélar sem eru átta strokka hver um sig. Til að fá það til að virka eru sex kveikjur úr átta strokka Jaguar bílum notaðar en þær þóttu sérlega hagkvæmar til að allt gengi upp.

Til að starta hjólinu dugir enginn venjulegur startari nema setja í hjólið vörubílarafgeymi sem er fáránlega plássfrekt og þungt. Svo Til þess að allt gengi upp setti Símon 75cc mótor undir sætið og notar þann mótor sem startara. Brilljant hugmynd.

Hann notar nokkra BMW gírkassa sem hann reyndar reif og endursmíðaði. það tók hann þrjú ár af þrotlausri vinnu og heilabrotum til að allt gegni upp, og þetta er árangurinn.

Dæmi hver fyrir sig Smile


Deginum bjargað og í raun allri helginni.

Mel B. í bikiníiNú er deginum algerlega bjargað.

Að vita það að Mel B. sé að drepast úr greddu og þurfi verulega á því að halda að einhver sé á henni á nóttu sem degi er náttúrulega frétt sem skiptir alla Íslensku þjóðina miklu máli.

Mér líður líka strax miklu betur eftir að hafa lesið þessa stórfrétt þó ég hafi ekki verið neitt að spá í þessa hluti til þessa hvað þau fyrrum skötuhjú varðar Mel B og vin minn Fjölni Þorgeirsson.

Ég, er sjálfsagt líka mun betri maður á eftir því ég hef svo mikið gagn af svona mikilvægum fréttum. Vita Mel B. og blaðamaður mbl.is ekki að líffræðilega er nóg að karlmaðurinn fái það?

Spurning hvort sá frábæri blaðamaður á Mbl.is sem fann út úr þessu mikilvæga máli geti ekki komið með eitthvað meira sem skiptir okkur öll svona gífurlegu máli.

Ferfalt húrra fyrir ótrúlega góðri blaðamennsku mbl.is
mbl.is Með gríðarlega kynorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Monowheel - Mótorknúið Einhjól. Geri aðrir betur.

monowheel01.jpgÉg fékk í gærkvöld upphringingu og ábendingu um bloggsíðu frá ákveðnum aðilum sem eru með mynd í bakgrunninum af þessum manni á þessu einhjóli. Upphófst strax mikil leit hjá mér og fann ég hann að lokum.

Hann heitir Kelly McLean og býr hann í Wall Lake í Michigan. Ég ók þar í gegn í Apríl sl. og vissi ekki af honum. Ég mun pottþétt heimsækja hann næst þegar ég á leið þar hjá.+

Um er að ræða 225 hestafla V-8 bensínmótor sem settur er inn í þetta risahjól. Hann segir að það nokkuð að aka þessu sé ekki ósvipuð tilfinning og að vera hálfpartinn á floti því maður rólar meira og minna fram og til baka á meðan.

Hann hefur dundað sér í að smíða mótorknúin einhjól (Monowheel) síðan 1970 og er hann alltaf að færast nær fullkomnuninni. Það sé stórskemmtilegt að aka þessu. Ég veit nú ekki hvort ég færi af stað svona án þess að fá þokkalega tilsögn áður þó ég sé nú til í ýmislegt.

 

 


Heimasmíðuð Mótorhjól...

TimburhjólAmeríkanar eru alveg magnaðir. Það er alveg óhætt að segja að þeir kunni að bjarga sér og þetta mótorhjól ber þess glöggt vitni.

Þarna hefur einhver snillingurinn í Alabama ekki haft efni á að kaupa sér alvöru Harley Davidson Softtail Custom... og hvað gerir maður þá? Nú maður bara fer út í Húsasmiðju (Home Depot í Ameríku) og nær sér í nægan efnivið til að smíða sér eitt stykki Harley Softtail... eða er þetta kannski Hardtail?

Munurinn á Soft-tail og Hard-tail er sá að Soft-tail er með afturgormum og dempurum, en Hard-tail er bara járn í járn... eða tré í tré í þessu tilviki.

Þó má segja að svona Harley eigi ekki mikið skylt við hefðbundið Harley Davidson svo ég kýs að kalla þetta hjól Harley Ferguson. Það er mun meira viðeigandi.

Subaru MótorhjólSvo er það þessi snillingur hér.

Hér gefur að líta annan Ameríkana. Þessi er búinn að mixa Subaru Sendibílsmótor sem er um 1500cc í eitthvað sem hann kýs að kalla mótorhjól.

Hann hrósar hjólinu í hástert og segir það vera eitthvert þægilegasta farartæki sem hann hefur prófað. Mín skoðun er sú að hann hefur sennilega ekki notið mikils trausts varðandi að fá að prófa mikið af farartækjum. Smile

Hann segist hafa ekið mest rúmlega 700mílur á einum degi.. svo þægilegt sé hjólið. Þá skal tekið fram að 700 mílur eru 1.126kílómetrar, og þar sem hringvegurinn um Ísland er um 1.410km þá fer maður nú að líta á heildarmyndina... og sá sem á svona skrítið hjól.... er hann ekki sjálfur bara svolítið svona skrítinn?


Auðmenn eða Apakettir? Hver veit?

apar3.gifÞað er hreinlega hjákátlegt og hlægilegt að fylgjast með þessu. Mín spá er að þetta fer bara í þrot eins og önnur fyrirtæki. Það er ekkert vit í að veita Baugi greiðslustöðvun svo þeir hafi meiri tíma til að hreinsa sinn bakgarð og stinga eignum undan.

Á meðan eignir eru ekki nema einn þriðji eða einn fjórði hluti af skuldum geta þeir ekki vænst þess að fá frekari veðlán. Það er engum í hag nema þeim sjálfum... þeim sem töluðu um stærsta bankarán sögunnar.

Nei það er ekki okkur í hag og ég vona að þetta verði hirt af þeim svo þeir geti setið við sama borð og við hin. Svo vil ég eindregið að eignir þeirra verði frystar erlendis þar til sakleysi þeirra sannast og þeir settir í gæsluvarðhald þar til þeirra mál hafa verið rannsökuð til hlýtar.

Ég geri ráð fyrir að þið vitið hverja ég tala um þegar ég segi "þeir".


mbl.is Engin greiðslustöðvun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpir örfárra lenda á okkur...

glitnir.jpgÞað er ömurlegt til þess að hugsa að þeir hálfvitar sem stjórnuðu Glitni-Banka og blekktu heilan haug af fólki til að leggja peninga sína í "örugg" viðskipti sem reyndust svo á brauðfótum skuli ganga lausir.

Þessa menn á að kæra fyrir landráð vegna þess að þeir eru að koma vinaþjóðum okkar upp á móti okkur. Á móti okkur sem höfum ekki tekið þátt í þessari ófrægingarherferð gegn Íslandi. Ég biði ekki í afdrif þessara manna ef þeir myndu gera þetta í Rússlandi eða Kína.

Það versta er að Norðmenn væru vísir til að fara í fýlu út í Íslendinga svona almennt, en fullt af Íslendingum eru einmitt búsettir í Noregi og því er þetta ólíðandi og mjög sorglegt.

Ice-Save er besta dæmið um þetta. Einkafyrirtæki í eigu einstaklinga, og skuldinni er skellt á þjóðina. Bretar hafa ekki einu sinni áhuga á að bjóða Íslensku þjóðinni hagstætt lán til að brúa Ice-Save þó þjóðin eigi ekki að greiða fyrir afglöp þeirra hálfvita sem stóðu að Ice-Save. Nei... Bretar heimta að Íslenska þjóðin greiði þau afglöp að fullu fyrir vitleysingana.

Ég vona svo sannarlega að 80 daga ríkisstjórnin drífi í að tala við erlendar rannsóknarstofnanir á borð við FBI og Interpol og fái hingað alvöru fólk til að rannsaka og ákveða hverjir skulu fara í gæsluvarðhald og hverjir ekki.

Það er svo skrítið, að ef þú stelur tveimur milljónum frá tryggingafélagi, þá ferðu strax í gæsluvarðhald og í þig næst og svo færðu strax eins og hálfs árs óskilorðsbundinn dóm í fangelsi, en ef þú stelur nokkur þúsund milljónum frá ríkinu (þjóðinni) þá máttu bara leika þér eins og þér sýnist.

Er ekki eitthvað bogið við þetta?


mbl.is Hópmálsókn gegn Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það góða við kreppuna og hrunið.

islandÉg sé aðeins eitt gott við kreppuna og bankahrunið, og það er að þessir svokölluðu kvótakóngar sem hafa sett heilu byggðarlögin á hausinn hafa loksins tapað sínu.

Þeir hafa keypt upp fiskvinnslufyrirtækin, flutt bátana og kvótann af staðnum, og hafa skilið eftir sviðna jörð með atvinnuleysi. Menn eins og Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherjakóngur, en allir vita hvernig hann hefur hegðað sér.

Útrásarvíkingarnir eru misjafnir. Sumir virðast heiðarlegir en aðrir ekki, eða svo er manni sagt. Mér sýnist að nú sé komið að skuldardögum hinna óheiðarlegu. Skuldardögum þeirra sem hafa lagt sig fram við að stela af þjóðinni.

þeir náðu öllum þremur stóru bönkunum  og þeir ætluðu að ná Sparisjóðunum líka. Svo þegar upp komst um svikin, þá töluðu þeir um bankarán. Bara vegna þess að þeir náðu að stela nokkrum þúsundum milljóna minna en þeir ætluðu sér.

Ég held að það sé kominn tími til að ná í hnakkadrambið á þessum mönnum og láta þá svara fyrir sig. Þeir eiga að dúsa í gæsluvarðhaldi á meðan þeirra mál eru rannsökuð. Það finnst mér í það minnsta. Ég segi nú bara "gott á þá" og ég vona að þeir láti þetta sér að kenningu verða... þó ég sé ekki of bjartsýnn á aukna siðferðiskennd þeirra.


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband