Frábært Hörður. Tek orð mín til baka þar með.

Hörður Torfason í den.Hörður Torfason nánast kominn á þann stall sem hann var áður en hann hraunaði yfir Geir H. Haarde. Hann hefur beðist afsökunar og vonandi er það af hans sannfæringu, en ekki einungis vegna þrýstings frá bloggheimum.

Takk fyrir þetta Hörður. Þú ert maður að meirum.

Ef þú lest þetta Hörður, þá hvet ég þig til að breyta áherslum í kröfum þínum á þá lund að erlendir aðilar verði fengnir til að rannsaka bankahrunið og þjófnaðina sem þar áttu sér stað.

Ef þú lest þetta Hörður, þá hvet ég þig einnig til að krefjast handtöku og yfirheyrslu þeirra auðvaldsseggja sem að málinu komu. Mín krafa er að þeir sem ekki geta svarað öllu tæpitungulaust eigi að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan á þeirra málum er tekið því þeir eru vafalaust á fullu að moka yfir skítinn, eyða gögnum og koma fénu undan.

Gangi þér allt í haginn Hörður og stattu þig. Passaðu þig bara og mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það ættir þú að vita manna best.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Spurningin er, fyrir hvaða sál á hann að hafa aðgát.

Ég myndi segja að það er þjóðarsálin sem skiftir máli, en það skilja ekki stjórnarliðar.

J.A. (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Byltingarforinginn

Af hverju spyr enginn hvaða hagsmuni Hörður hefur að leiðarljósi í þessari starfsemi sinni? Það á eftir að koma á margan manninn þegar fólk áttar sig á því að Hörður plataði fólk til að vinna að kosningabaráttu vinstri grænna.

Byltingarforinginn, 24.1.2009 kl. 22:43

3 identicon

Ég vorkenni fólk eins og "Biltingarforinginn" hér fyrir ofan, sem horfði á Geir og Davið sem Jesús og Guð þeirra, og Sjálfstæsðisflokkur sem trú: það hlýtur að vera ótrúlega erfitt að fatta allt í einu að Guð og Jesús þeirra eru
búinn að svikja þeim allan tíma. Sjálfstæðisflokkur, Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu aldrei biðja um afsökunnar..

PS: Svona var mótmælt í gær:
http://www.youtube.com/watch?v=VjptqbfYcEI&eurl

Reynir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:39

4 identicon

hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.

Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 02:30

5 Smámynd: InsideOut

Heyr, heyr!

InsideOut, 25.1.2009 kl. 04:05

6 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Ég tek það fram enn og aftur að ég er ekki stuðningsmaður Geirs eða Ingibjargar. Kýs hvorki Sjálfstæðisflokkinn né Samfylkinguna. Ég gerði þá kröfu að Hörður bæðis Geir og fjölskyldu hans afsökunar og það hefur hann gert að kröfu okkar bloggara sem fóru þess á leit.

Hvort afsökunarbeiðnin er innantóm er ekki mitt að dæma um. Það skiptir í raun ekki máli að mínu mati.

-----------------------------------------------------------------------------------

J.A. spurði: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Spurningin er, fyrir hvaða sál á hann að hafa aðgát?

Svar: Þegar ráðist er að einstaklingi á að hafa aðgát gagnvart fjölskyldu hans. Það er mín skoðun.

----------------------------------------------------------------------------------- 

Byltingaforinginn sagði: Það á eftir að koma á margan manninn þegar fólk áttar sig á því að Hörður plataði fólk til að vinna að kosningabaráttu vinstri grænna.

Svar: Hvort Hörður kýs Vinstri Græna veit ég ekki. Ég hef ekki orðið var við að hann hvetji til stuðnings við þá frekar en Íslandshreifingarinnar eða Frjálslynda Flokksins. Hann er á móti þeirri auðvaldsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið á lofti og ég er það líka. Ég ér þess í það minnsta fullviss að Steingrímur er hlyntari því að auðvaldsseggirnir (þjófarnir) verði handteknir heldur en Geir H. Haarde.

----------------------------------------------------------------------------------- 

Reynir sagði:Sjálfstæðisflokkur, Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu aldrei biðja um afsökunnar.

Svar: Ekki gleyma Framsóknarflokknum, sem seldi fiskimiðin og stóð þétt við hlið Sjálfstæðisflokksins í sölu á SR-Mjöli, Áburðarverksmiðjunni, bönkunum og öllu því glapræði sem hefur komið þjóðinni á vonarvöl. Það er allt of lítið talað um þátt Framsóknarflokksins sem er mun meiri en nokkurn tíma þáttur Samfylkingarinnar.

----------------------------------------------------------------------------------- 

Ólafur I. Hrólfsson sagði: hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Svar: Þarna er ég þér hjartanlega sammála. Hann hefði líkast til ekki beðist afsökunar nema hann hefði fengið þessa hvatningu frá mér, þér og fleyrum. En hann gerði það samt.

Það er meira en margir úr röðum Sjálfstæðismanna hafa oft gert og get ég nefnt mörg dæmi þess að Sjálfstæðismenn hafa migið í skóna sína og látið hlandið þorna hægt og rólega í stað þess að þrífa upp eftir sig saurinn.

----------------------------------------------------------------------------------- 

Ofur Baldur.

----------------------------------------------------------------------------------- 

Baldur Sigurðarson, 25.1.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband