Hvað um þá sem greiddu sér arð vegna þessa hagnaðar???

08-01-17_money8-1jpgSegjum svo að það sé ekki hægt að ná þessum skatttekjum... Hvað um þá eigendur og stjórnendur sem greiddu sér út arð vegna hagnaðar fyrirtækja sinna í kjölfar þessara skattsvika? Kallast þetta ekki að skara eld að eigin köku?

Það getur ekki annað en verið að það sé hægt að dæma þá og stinga inn eins og öðrum þjófum. Sá sem stýrir fyrirtæki sínu á þann veg að hann svíkur undan skatti til að auka arð sinn, sá hinn sami er ekki að gera neitt annað en sá sem skilar ekki inn virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi.

Hans aðgerðir eru til þess fallnar að rýra veskið hjá okkur hinum til þess eins að bæta í sitt eigið með ólöglegum aðgerðum.

Þennan þátt virðist alltaf vanta í umræðuna. Til dæmis þegar olíuforstjórarnir á borð við stórþjófinn Kristinn Björnsson (eiginmann Sólveigar Pétursdóttur þáverandi Dómsmálaráðherra) voru sóttir til saka af sjálfstæðis og framsóknarmönnum fyrir samkeppnisbrot, og vitað var að það er ólöglegt að dæma einstaklinga fyrir brot á samkeppnislögum. Mjög dæmigert fyrir þessa FLokka.

Af hverju voru þeir ekki sóttir til saka fyrir að greiða sér út aukinn arð í kjölfar samkeppnisbrotanna sem þeir stýrðu? Þeir stýrðu fyrirtækjunum og leika enn lausum hala og munu gera um ókomna tíð með veskin úttroðin af peningunum sem þeir stálu.

Mér finnst að Ríkissaksóknari eigi að sækja eigendurna sem frestuðu að greiða þessa skatta til saka ef þeir hafa hagnast á því persónulega, til dæmis með því að greiða sér út aukinn arð vegna þessara brota.


mbl.is Ríkið á mis við milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband