5.2.2009 | 09:09
Glæpir örfárra lenda á okkur...
Það er ömurlegt til þess að hugsa að þeir hálfvitar sem stjórnuðu Glitni-Banka og blekktu heilan haug af fólki til að leggja peninga sína í "örugg" viðskipti sem reyndust svo á brauðfótum skuli ganga lausir.
Þessa menn á að kæra fyrir landráð vegna þess að þeir eru að koma vinaþjóðum okkar upp á móti okkur. Á móti okkur sem höfum ekki tekið þátt í þessari ófrægingarherferð gegn Íslandi. Ég biði ekki í afdrif þessara manna ef þeir myndu gera þetta í Rússlandi eða Kína.
Það versta er að Norðmenn væru vísir til að fara í fýlu út í Íslendinga svona almennt, en fullt af Íslendingum eru einmitt búsettir í Noregi og því er þetta ólíðandi og mjög sorglegt.
Ice-Save er besta dæmið um þetta. Einkafyrirtæki í eigu einstaklinga, og skuldinni er skellt á þjóðina. Bretar hafa ekki einu sinni áhuga á að bjóða Íslensku þjóðinni hagstætt lán til að brúa Ice-Save þó þjóðin eigi ekki að greiða fyrir afglöp þeirra hálfvita sem stóðu að Ice-Save. Nei... Bretar heimta að Íslenska þjóðin greiði þau afglöp að fullu fyrir vitleysingana.
Ég vona svo sannarlega að 80 daga ríkisstjórnin drífi í að tala við erlendar rannsóknarstofnanir á borð við FBI og Interpol og fái hingað alvöru fólk til að rannsaka og ákveða hverjir skulu fara í gæsluvarðhald og hverjir ekki.
Það er svo skrítið, að ef þú stelur tveimur milljónum frá tryggingafélagi, þá ferðu strax í gæsluvarðhald og í þig næst og svo færðu strax eins og hálfs árs óskilorðsbundinn dóm í fangelsi, en ef þú stelur nokkur þúsund milljónum frá ríkinu (þjóðinni) þá máttu bara leika þér eins og þér sýnist.
Er ekki eitthvað bogið við þetta?
Hópmálsókn gegn Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.