Heimasmíðuð Mótorhjól...

TimburhjólAmeríkanar eru alveg magnaðir. Það er alveg óhætt að segja að þeir kunni að bjarga sér og þetta mótorhjól ber þess glöggt vitni.

Þarna hefur einhver snillingurinn í Alabama ekki haft efni á að kaupa sér alvöru Harley Davidson Softtail Custom... og hvað gerir maður þá? Nú maður bara fer út í Húsasmiðju (Home Depot í Ameríku) og nær sér í nægan efnivið til að smíða sér eitt stykki Harley Softtail... eða er þetta kannski Hardtail?

Munurinn á Soft-tail og Hard-tail er sá að Soft-tail er með afturgormum og dempurum, en Hard-tail er bara járn í járn... eða tré í tré í þessu tilviki.

Þó má segja að svona Harley eigi ekki mikið skylt við hefðbundið Harley Davidson svo ég kýs að kalla þetta hjól Harley Ferguson. Það er mun meira viðeigandi.

Subaru MótorhjólSvo er það þessi snillingur hér.

Hér gefur að líta annan Ameríkana. Þessi er búinn að mixa Subaru Sendibílsmótor sem er um 1500cc í eitthvað sem hann kýs að kalla mótorhjól.

Hann hrósar hjólinu í hástert og segir það vera eitthvert þægilegasta farartæki sem hann hefur prófað. Mín skoðun er sú að hann hefur sennilega ekki notið mikils trausts varðandi að fá að prófa mikið af farartækjum. Smile

Hann segist hafa ekið mest rúmlega 700mílur á einum degi.. svo þægilegt sé hjólið. Þá skal tekið fram að 700 mílur eru 1.126kílómetrar, og þar sem hringvegurinn um Ísland er um 1.410km þá fer maður nú að líta á heildarmyndina... og sá sem á svona skrítið hjól.... er hann ekki sjálfur bara svolítið svona skrítinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband