6.2.2009 | 13:18
Deginum bjargað og í raun allri helginni.
Nú er deginum algerlega bjargað.
Að vita það að Mel B. sé að drepast úr greddu og þurfi verulega á því að halda að einhver sé á henni á nóttu sem degi er náttúrulega frétt sem skiptir alla Íslensku þjóðina miklu máli.
Mér líður líka strax miklu betur eftir að hafa lesið þessa stórfrétt þó ég hafi ekki verið neitt að spá í þessa hluti til þessa hvað þau fyrrum skötuhjú varðar Mel B og vin minn Fjölni Þorgeirsson.
Ég, er sjálfsagt líka mun betri maður á eftir því ég hef svo mikið gagn af svona mikilvægum fréttum. Vita Mel B. og blaðamaður mbl.is ekki að líffræðilega er nóg að karlmaðurinn fái það?
Spurning hvort sá frábæri blaðamaður á Mbl.is sem fann út úr þessu mikilvæga máli geti ekki komið með eitthvað meira sem skiptir okkur öll svona gífurlegu máli.
Ferfalt húrra fyrir ótrúlega góðri blaðamennsku mbl.isMeð gríðarlega kynorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjðlnir hefur örugglega sótt samt orku í sveitinni minni á sínum uppvaxtarárum, en það þótti aldrei par fínt að vera með brókarsótt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.2.2009 kl. 03:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.