1.5.2007 | 15:35
Loforð Framsóknarmanna í Vímuvarnarmálum
Fyrir síðustu kosningar lofuðu Framsóknarmenn þúsund milljónum króna í forvarnarstarf gegn fíkniefnum. Heilum Milljarði. Ég er að spá í hvað varð um þessa peninga.
Sæunn Stefánsdóttir, Framsókn fór yfir framlög til fíkniefnamála hjá öllum ráðuneytum á Alþingi, og komst hún að því að samanlagt næmu þau hærri fjárhæð en lofað var eða 1,7 miljarði króna.
Ég veit ekki hvað hún á við með þessu, Var þá eytt 700 milljónum í meðferðarúrræði og tengda málaflokka, og svo einum milljarði í forvarnarstarf eins og lofað var. Ég held nú síður.
Það má ekki rugla saman því sem kallað er forvarnarstarf til fíkniefnamála og öllum málaflokknum sem snýr að fíkniefnum.
Ég held að ef - Eitt Þúsund Milljónum - væri í raun eytt í fíkniefnaforvarnir yrðu slíkar forvarnir sennilega meira áberandi en Coca Cola og Pepsi samanlagt ásamt öllum olíufélögunum. En það er öðru nær.
Mig langar mikið að fá útlistun á því hvað varð um þessa peninga og hve miklum peningum var í raun eytt í forvarnarstarf gegn fíkniefnum, svo sem auglýsingar, útgáfustarfsemi, fyrirlestra, heimsóknir í skóla á landsvísu og svo framvegis.
Best að skella sér á kosningafund með Framsókn í hvelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 15:15
Varðandi reykingar á veitingastöðum.
Ég var staddur í Belfast á Írlandi fyrir stuttu. Þar fór fram fótboltaleikur á sama tíma og heimamenn báru sigur úr býtum. Það skipti engum togum að allir skemmtistaðir og barir troðfylltust af fólki, og auðvitað ákvað ég að skella mér í fjörið og stemminguna, svona mér til gamans.
Þegar ég var búinn að vera í rúman klukkutíma inni á einum vinsælasta stað borgarinnar og búinn að teiga tæpa 2 Guinnes tók ég eftir því að enginn var reykjandi. Þá mundi ég skyndilega eftir því að það er búið að banna reykingar á skemmtistöðum, veitingahúsum og kaffihúsum á Írlandi.
Ég tók að spyrja heimamenn hvernig þetta hafi nú allt gengið og ekki stóð á viðbrögðunum. Nánast allir voru samstíga og í þokkalegri sátt við þetta. Veitingamenn voru hræddir um að missa spón úr sínum aski, en það virtist ekki koma þeim illa þar sem aðsókn hefur aukist á pöbbana frekar en að dragast saman.
Þó kann vel að vera að menn fari meira á pöbbana af öðrum ástæðum, svo sem vegna góðæris eðan annars, en í það minnsta er fullt af fólki sem fer að djamma í dag sem fór ekki áður vegna reyksins.
Ég fór á nokkra staði, og á 2 hótelbari, enda lifði stemmingin fram eftir nóttu, og hvergi varð ég var við að nokkur maður reyndi að brjóta þessa nýju reglu.
Fólk röltir út, reykir, og röltir inn aftur með bros á vör og þetta gengur mjög smurt fyrir sig að því er mér sýndist. Þeir búa reyndar við betra veður en við hér á Fróni, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta mun ganga hér. Þá má taka það fram að mun fleiri reykja á Írlandi en á Íslandi sé mið tekið af höfðatölu.
Því segi ég, það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hér heima. Skyldum við vera eins jákvæð og frændur okkar Írar þegar á harðbakkann slær?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 23:56
Er þetta það sem við viljum?
Norsk lögregla leitar manns sem talinn er hafa myrt konu og barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.4.2007 | 01:26
Trúi þessu ekki. Bull og aftur bull.
Það er alveg á hreinu að ég trúi þessu ekki. Að mínu mati er búið að taka þetta úr samhengi á einhvern hátt. Ég myndi vilja sjá spurningarnar og svörin til að draga ályktun.
Ég trúi því ekki að það sé skoðun 48% Norskra karlmanna, að konur beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því að þeim sé nauðgað ef þær hafa daðrað opinskátt áður en þær verða fyrir árás.
Hvað er til dæmis átt við með því "að bera að hluta ábyrgð"? Fyrr mætti vera mannvonnskan í hálfri karlmannastétt heillar norðurlandaþjóðar.
Maður gæti frekar trúað þessu upp á heittrúaða múslima á þeim svæðum þar sem konur njóta minni virðingar en hundar, án þess að ég ætli að fara að lasta hunda eða múslima. Þeir eru eflaust báðir ágætir.
Svona kannanir eru stundum settar þannig upp að þær henti þeim sem kalla eftir þeim, til dæmis með villandi spurningum. Norðmenn sem ég hef kynnst eru ekki ólíkir íslendingum í hugsun svo mér finnst þetta vera algerlega óhugsandi.
Konunum sjálfum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2007 | 00:19
Fermingaaldurinn á að miðast við 18 ár.
Þegar börn eru fermd eru þau látin játa það að þau geri Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns, fyrir lífs tíð. 13-14 ára börn eru að mínu mati ekki í stakk búin að taka slíka ákvörðun og finnst mér hræsni í meira lagi að kirkjan skuli líða það að börn séu látin taka slíka ákvörðun.
Ég er á því að það beri að hækka ferminga-aldurinn til jafns við sjálfræðisaldurinn, þannig að enginn fermist fyrr en hann/hún hefur náð fullum 18 ára aldri. Þá kemur betur fram hver er að fermast trúarinnar vegna, en það segi ég vegna þess að ég fermdist sjálfur af félagslegum ástæðum.
Ég var ekki trúaður þegar ég fermdist, en ég var til í að fermast þar sem ég fékk fína veislu, fullt af peningum og gjöfum, og vegna þess að allir í bekknum mínum voru að fermast á sama tíma.
Ég vil að kirkjan sé sjálfri sér samkvæm, fylgi vegi sannleika og heiðarleika ef hún presenterar að aðrir eigi að gera það, og því á enginn að fermast fyrr en hann hefur þroska til að taka svo veigamikla ákvörðun sem fermingin hefur í för með sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 23:56
Naglar eru nauðsyn.
Ég held að margir þeirra sem tala hvað mest um nagladekkin lifi í heimi fordóma og þekkingaleysis. Ég er utan af landi og þekki nauðsyn nagladekkja af eigin raun. Þær aðstæður geta skapast að naglar séu algerlega nauðsynlegir og að bílar sem eru á svokölluðum heilsársdekkjum komast hvorki lönd né strönd.
Þeir eru margir sem fullyrða að svifrik sé af völdum nagladekkja, en gleyma því að mesta slit gatnakerfisins er að völdum saltburðar, og þá má taka fram að saltið er oft blandað vikursalla sem rífur göturnar niður, líka þegar naglalaus dekk troða á sallanum.
Þegar snjór er tekinn sem er 0°c heitur og í hann er blandað salt, getur hann frosið niður í allt að -20°c. Þetta er alkunna. Þegar yfirborð vegarins er fryst skyndilega skreppa steinefnin saman vegna hitaþenslu, losna frá asfaltinu og kroppast upp með umferðinni. Þegar steinefnin vantar aka bílarnir á tjöru sem eyðist mjög hratt.
Ef göturnar væru steyptar myndu þær endast án viðhalds í 20-30 ár og eru dæmi um steyptar götur hér á landi sem eru orðar 40 ára gamlar, og enn í fínu standi. Hvorki saltið né nagladekkin tæta þessar götur upp og er mér því spurn hvers vegna ekki er gert meira af því að steypa þungar umferðargötur eins og gert er í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum svo dæmi sé tekið.
Ég er ekki sammála þessu með falsa öryggið. Ég ek um á nagladekkjum á mínum bílum og mun gera það svo lengi sem ég hef til þess leyfi. Naglarnir hafa forðað mér frá árekstri oftar en einu sinni.
Hver bíll sem ekur á nöglum tætir upp tæpt hálft kíló af malbiki á heilum vetri umfram þá sem ekki aka á nöglum. Þeir naglalausu slíta líka malbiki. Hálft kíló er hálf mjólkurferna. Mér finnst hálft kíló af malbiki á ári ekki mikið mál ef börnin mín eru öruggari í bílnum hjá mér fyrir vikið.
Naglarnir gera bíla á þjóðvegunum öruggari og rásfastari, og þurfa ekki að bjarga mörgum mannslífum til að mér finnist þeir eiga fullan rétt á sér.
Tími nagladekkjanna er liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2007 | 01:18
Duglegasta Kona Íslands.
Það er alveg makalaust hvað Björk er frábær. Enginn og þá meina ég enginn hefur haft slíkan dugnað í farteskinu og gert svo stórkostlega hluti á eigin forsendum frá grunni. Hún fær of litla athygli hér heima, en það er eins og Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hvað hún hefur lagt gríðarlega mikið af mörkum til að kynna landið okkar.
Þegar ég fór fyrst til New York vissi sirka 1 af hverjum 10 með nokkurri vissu hvar Ísland er. Þegar ég fór til Orlando á Florida í fyrra vissu 9 af hverjum 10, ekki bara hvar 'Island er, heldur vissu þeir nánast allir eitthvað um Björk.
Nýja platan hennar "Volta" er alveg frábær. Ég er búinn að hlusta mikið á lögin og þau eru að mínu mati þau bestu og mest útpældu á hennar tónlistarferli.
Björk er þroskaður tónlistamaður, og er alltaf að þroskast meira. Hún er eins og Whiskey. Verður bara betri með aldrinum.
Ferfalt húrra fyrir Björk.
Volta staðfestir stöðu Bjarkar sem eins áhugaverðasta tónlistamannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 02:13
Samfylkingin er orðin hálfgerður Kvennalisti...
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2007 | 00:01
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)